Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna

Verðlaunahafar Kraumsverðlauna árið 2023.
Verðlaunahafar Kraumsverðlauna árið 2023. Ljósmynd/Aðsend

Kraum­sverðlaun­in verða af­hent í sautjánda sinn síðar í þess­um mánuði fyr­ir þær ís­lensku hljóm­plöt­ur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frum­leika. 

Dóm­nefnd verðlaun­anna hef­ur nú valið þær plöt­ur er hljóta til­nefn­ing­ar til Kraum­sverðlaun­anna í ár en um er að ræða 20 hljóm­sveit­ir og lista­menn: 

  • Amor Vincit Omnia - brb babe
  • Björg Brjáns­dótt­ir og Bára Gísla­dótt­ir - Growl Power
  • Iðunn Ein­ars - Í henn­ar heim
  • Jón­björn - Gár­ur
  • Kakt­us Ein­ars­son - Lob­ster Coda
  • Katla Yama­gata - Postu­lín
  • Kött Grá Pje & Fo­netik Sim­bol - Dul­ræn At­ferl­is­meðferð
  • MC MYASNOI - slugs are legal now
  • Múr - Múr
  • Saint Pete - Græni pakk­inn
  • si­deproj­ect - sourcepond
  • Sigrún - Mon­ster Milk
  • Sig­trygg­ur Berg og Glupsk - Beyond Happy
  • Skorri - ran­dyrt­sport
  • Sunna Mar­grét - Fin­ger on Tongue
  • Su­per­sport - allt sem hef­ur gerst
  • Tonik En­semble - Music Is Mass
  • Torfi Tóm­as­son - Eitt
  • Xiupill - Mythology
  • Young Naza­reth – 200 – 101 vol. 1
Elín Hall var ein af þeim sem hlaut verðlaunin í …
Elín Hall var ein af þeim sem hlaut verðlaun­in í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend

Stór hluti með sín­ar fyrstu breiðskíf­ur

Mik­il fjöl­breytni ein­kenn­ir til­nefn­ing­arn­ar í ár, eins og fram kem­ur í til­kynn­ingu, þar sem þeirri grósku sem rík­ir í ís­lensku tón­list­ar­lífi á sviði popps, rokks, tekn­ós, hip-hops og til­rauna­tón­list­ar er hampað. Stór hluti þeirra lista­manna sem til­nefnd­ir eru til Kraum­sverðlaun­anna 2024 eru að koma fram á sjón­ar­sviðið með sín­ar fyrstu breiðskíf­ur.

Kraum­sverðlaun­un­um er ætlað að kynna plötu­út­gáfu ís­lenskra lista­manna og hljóm­sveita. Verðlaun­in eru ekki bund­in ákveðinni tón­list­ar­stefnu og þeim fylgja eng­ir und­ir­flokk­ar.

Alls hafa hátt í 90 lista­menn og hljóm­sveit­ir hlotið Kraum­sverðlaun­in fyr­ir plöt­ur sín­ar, flest­ir snemma á ferl­in­um, frá því verðlaun­in voru fyrst veitt árið 2008.

Meðal þeirra eru; Ag­ent Fresco, Anna Þor­valds­dótt­ir, Ásgeir, Bjarki, BSÍ, Cell7, Daní­el Bjarna­son, Elín Hall, FM Belfast, GKR, Grísalappal­ía, Hild­ur Guðna­dótt­ir, Hjaltalín, Hugi Guðmunds­son, Ísa­fold kammer­sveit, JDFR, Kvik­indi, Kæl­an mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ojba Rasta, Ólöf Arn­alds, Retro Stef­son, Sam­ar­is, Sing Fang, Sól­ey, Una Torfa og fjöl­marg­ir fleiri.

Mynd af dómnefndinni árið 2023.
Mynd af dóm­nefnd­inni árið 2023. Ljós­mynd/​Aðsend

Reynslu­mik­il 12 manna dóm­nefnd

Kraum­sverðlaun­in 2024 eru val­in af 12 manna dóm­nefnd sem skipuð er fólki með marg­vís­lega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með ís­lenska tónlist í fjöl­miðlum og á öðrum vett­vangi.

Dóm­nefnd­ina skipa þau Árni Matth­ías­son, sem jafn­framt er formaður dóm­nefnd­ar, Arn­ar Eggert Thorodd­sen, Birgitta Björg Guðmars­dótt­ir, Eld­ar Ástþórs­son, Júlía Kröyer, Karólína Ein­ars Maríu­dótt­ir, Lovísa Rut Kristjáns­dótt­ir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlí­us­son, Vaka Orra­dótt­ir og Þor­björg Roach Gunn­ars­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú vilt gera öllum til geðs en þarft að muna að það er ekki alltaf mögulegt. Skyndilega sérðu allt í nýju ljósi og það sem virtist óráðsía er nú rökrétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú vilt gera öllum til geðs en þarft að muna að það er ekki alltaf mögulegt. Skyndilega sérðu allt í nýju ljósi og það sem virtist óráðsía er nú rökrétt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf