Harry og Meghan eru sögð afar óvinsæl meðal nágranna sinna í Montecito, Kaliforníu. Rætt var við fjölmarga nágranna þeirra í þýskri heimildarmynd sem nefnist Harry - The Lost Prince.
Richard Mineards talar til að mynda um dýran lífsstíl hjónanna og gagnrýnir Meghan fyrir að leggja sig ekki fram um að taka þátt í samfélaginu þar.
„Hún fer eiginlega ekki út úr húsi og blandar ekki geði við fólk. Harry hins vegar gerir það upp að vissu marki, hann er frekar hress. En Meghan sést hvergi.“
Heimildarmyndin er eftir virtan þýskan leikstjóra sem nefnist Ulrike Grunewald og hefur unnið til margra verðlauna. Í myndinni eru hjónin gagnrýnd fyrir að kvarta undan konungsfjölskyldunni og fyrir að blanda aðeins geði við efri stéttar fólk. Þá eru þau einnig gagnrýnd fyrir ferðalög sín til útlanda, hversu útpæld ferðalögin eru og fyrir rándýran fatasmekk.
Þá ætla Harry og Meghan að senda börnin í mjög dýran einkaskóla í Montecito þar sem skólagjöldin nema um sjö milljónir á ári.