Dr. Spencer Reid mætir aftur

Matthew Gray Gubler.
Matthew Gray Gubler. Skjáskot/IMDb

Aðdá­end­ur banda­rísku spennuþátt­araðar­inn­ar Crim­inal Minds geta nú tekið gleði sína á ný því að nýverið var til­kynnt að leik­ar­inn Matt­hew Gray Gubler, sem aðdá­end­ur þátt­ar­ins þekkja bet­ur sem gáfna­ljósið Dr. Spencer Reid, muni snúa aft­ur og end­ur­taka leik­inn sem Reid, að vísu aðeins í einum þætti.

Crim­inal Minds lauk með fimmtándu seríu árið 2020 en þætt­irn­ir sneru aft­ur með aukaþáttaröð, titluð Crim­inal Minds: Evoluti­on, árið 2022, þá án nokk­urra lyk­ilk­arakt­era og þar á meðal Reid.

Nýju þættirnir nutu samt sem áður mikilla vinsælda en flestir aðdáendur voru sammála um að þættirnir væru alls ekki samir án hans. 

Heimildarmaður TV Line gladdi því marga þegar hann staðfesti að Gubler muni endurtaka hlutverk Dr. Spencer Reid í nýjustu þáttaröð Evolution sem lauk tökum nú á dögunum. Enn sem komið er, er lítið sem ekkert vitað um það hvernig Reid blandast inn í söguþráð seríunnar.

Síðustu ár hefur leikarinn sívinsæli snúið sér að öðrum verkefnum á öðrum vettvangi. Gubler skrifaði og myndskreytti tvær vinsælar barnabækur og hefur einnig starfað sem jógakennari og fyrirsæta. 

TV Line

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir