Fékk næstum því hjartaáfall

Rífandi stemning var í óvæntri afmælisveislu Gayle King.
Rífandi stemning var í óvæntri afmælisveislu Gayle King. Samsett mynd

Vin­ir og vanda­menn banda­rísku sjón­varps­kon­unn­ar Gayle King komu henni skemmti­lega á óvart með óvæntri af­mæl­is­veislu á veit­ingastaðnum Ci Siamo í New York á laug­ar­dags­kvöldið. King fagn­ar sjö­tugsaf­mæli sínu þann 28. des­em­ber næst­kom­andi.

Besta vin­kona King, sjón­varps­kon­an Oprah Win­frey, stóð fyr­ir veislu­höld­un­um og mátti vit­an­lega sjá mörg þekkt and­lit þar. Meðal þeirra sem fögnuðu þess­um miklu tíma­mót­um með King voru uppist­and­ar­inn Dave Chapp­elle, sjón­varps­maður­inn Steven Col­bert, stór­leik­ar­inn Robert De Niro, söng­kon­an Katy Perry og móðir Beyoncé, Tina Know­les.

Win­frey, sem hef­ur verið vin­kona King í ríf­lega 50 ár, sýndi frá veislu­höld­un­um á In­sta­gram-síðu sinni og skrifaði einnig ein­læga kveðju til King.

„Í til­efni þess að vin­kona mín til 50 ára er að verða sjö­tug fékk ég allt upp­á­halds­fólkið henn­ar til að fagna með henni. Það er mjög erfitt að koma henni á óvart og þurfti ég að ljúga mjög mikið til að halda þessu leyndu. Til ham­ingju með af­mælið elsku Gayle King. Ég biðst vel­v­irðing­ar á að hafa næst­um því látið þig fá hjarta­áfall,” skrifaði Win­frey. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Oprah (@oprah)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Oprah Daily (@opra­hdaily)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Oprah (@oprah)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hættu að vorkenna sjálfum þér og líttu frekar á hvað það er sem þú gerir rangt. Landið og heimilið skipta þig miklu máli núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hættu að vorkenna sjálfum þér og líttu frekar á hvað það er sem þú gerir rangt. Landið og heimilið skipta þig miklu máli núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir