Fékk næstum því hjartaáfall

Rífandi stemning var í óvæntri afmælisveislu Gayle King.
Rífandi stemning var í óvæntri afmælisveislu Gayle King. Samsett mynd

Vinir og vandamenn bandarísku sjónvarpskonunnar Gayle King komu henni skemmtilega á óvart með óvæntri afmælisveislu á veitingastaðnum Ci Siamo í New York á laugardagskvöldið. King fagnar sjötugsafmæli sínu þann 28. desember næstkomandi.

Besta vinkona King, sjónvarpskonan Oprah Winfrey, stóð fyrir veisluhöldunum og mátti vitanlega sjá mörg þekkt andlit þar. Meðal þeirra sem fögnuðu þessum miklu tímamótum með King voru uppistandarinn Dave Chappelle, sjónvarpsmaðurinn Steven Colbert, stórleikarinn Robert De Niro, söngkonan Katy Perry og móðir Beyoncé, Tina Knowles.

Winfrey, sem hefur verið vinkona King í ríflega 50 ár, sýndi frá veisluhöldunum á Instagram-síðu sinni og skrifaði einnig einlæga kveðju til King.

„Í tilefni þess að vinkona mín til 50 ára er að verða sjötug fékk ég allt uppáhaldsfólkið hennar til að fagna með henni. Það er mjög erfitt að koma henni á óvart og þurfti ég að ljúga mjög mikið til að halda þessu leyndu. Til hamingju með afmælið elsku Gayle King. Ég biðst velvirðingar á að hafa næstum því látið þig fá hjartaáfall,” skrifaði Winfrey. 

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

View this post on Instagram

A post shared by Oprah Daily (@oprahdaily)

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson