Yfir 9 milljón áhorf á myndbönd Siggu Ózkar

Söngkonan Sigga Ózk og Ariana Grande sem leikur aðalhlutverkið Glinda …
Söngkonan Sigga Ózk og Ariana Grande sem leikur aðalhlutverkið Glinda í Wicked-kvikmyndinni Samsett mynd

Íslenska söngkonan Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ózk, hefur heldur betur slegið í gegn á samfélagsmiðlasíðunni TikTok síðustu vikur eftir að hafa birt myndbönd þar sem hún tekur þátt í „Wicked-æðinu“. Þar deildi hún því með umheiminum að hún væri íslenska röddin fyrir hina frægu söngdívu Ariönu Grande, sem fer með hlutverk Glindu í nýju Wicked-kvikmyndinni. Myndböndin hafa fengið gífurleg viðbrögð, bæði hér heima og erlendis.

Yfir 9 milljón áhorf á myndböndin

Sigga Ózk, sem er þekkt fyrir einstaka söngrödd og mikinn karakter, hefur nú birt alls 14 myndbönd á TikTok sem öll hafa farið eins og eldur í sinu.

Í einu myndbandinu deilir Sigga Ózk viðbrögðum sínum eftir að hafa séð kvikmyndina í fyrsta skipti með fyrirsögninni: „Þegar þú sérð þína eigin rödd yfir Ariana Grande í Wicked.“ Margir áhorfendur voru ringlaðir og skildu ekki strax um hvað Sigga Ózk væri að tala - sem kveikti mikinn áhuga í athugasemdum.

Í öðru myndbandi sýnir Sigga Ózk hæfileika sína þar sem hún syngur lag úr kvikmyndinni og í því þriðja birtir hún brot úr kvikmyndinni með íslenskri talsetningu, þar sem rödd hennar fær að skína.

Óhætt er að segja að hrifning netverja sé mikil, en áhorfendur eru að missa sig yfir þessari fallegu og kraftmiklu rödd sem hún Sigga Ózk hefur, og samanlagt hafa myndböndin hennar fengið yfir 9 milljón áhorf.

Kynningarmynd af Wicked-kvikmyndinni þar sem Ariana Grande og Cynthia Erivo …
Kynningarmynd af Wicked-kvikmyndinni þar sem Ariana Grande og Cynthia Erivo fara með hlutverk Glindu og Elphöbu Ljósmynd/Wicked

Hefur verið í tónlist frá barnæsku

Ást Siggu Ózkar á tónlist kviknaði í barnæsku. Hún var aðeins fjögurra ára þegar hún söng lagið Tomorrow úr söngleiknum Annie af mikilli innlifun fyrir framan sjónvarpið. Tónlistin hefur alltaf átt sérstakan sess í fjölskyldu hennar, enda er Sigga Ózk dóttir gítarleikarans Hrafnkels „Kela“ Pálmarssonar úr hljómsveitinni Í svörtum fötum og sjónvarpskonunnar Elínar Maríu Björnsdóttur.

Sigga Ózk lagði stund á söngnám við Söngskóla Sigurðar Demetz og hefur vakið mikla athygli fyrir bæði sönghæfileika sem og sjarma á sviði. Sigga Ózk hefur síðustu tvö ár tekið þátt í undankeppni Eurovision og heldur betur hreyft við áhorfendum þar. Hún hefur stóra drauma um alþjóðlega frægð og hefur alltaf horft upp til fyrirmynda eins og Beyoncé og Ariönu Grande. Með hlutverki sínu sem íslenska Glinda má segja að hún sé einu skrefi nær því markmiði.

Sigga Ózk syngur af innlifun
Sigga Ózk syngur af innlifun Ljósmynd/Instagram

Framtíðin er björt

Sigga Ózk er með háleit markmið. Hún einskorðar sig til dæmis ekki við tónlistina, þó hún vilji ferðast um heiminn og koma víða við, heldur gælir hún líka við þá hugmynd að leika í stórum hlutverkum. Hún stefnir á að leika í Hollywood–kvikmyndum, þáttum og söngleikjamyndum. Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með næstu skrefum hjá Siggu Ózk. Hvað ætli sé næst á dagskrá?

Hér fyrir neðan getiði séð þrjú vinsælustu TikTokin:

@siggaozkk Cry a little more everyday @arianagrande @Cynthia Erivo @Wicked Movie #wicked #wickedthemusical #wickedmovie #slay #iceland #icelandic #dubbing #cry #music ♬ original sound - Sigga Ózk



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson