Eva Mattadóttir, markþjálfi, barnabókahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, unnusti hennar, Aron Bjarnason, og börn þeirra tvö, Elísabet Ylfa og Kristófer Matti, ætla að enda árið á nýjum stað.
Fjölskyldan kveður í dag heimili sitt við Kópavogsbraut eftir tæplega tíu ára íveru og í tilefni þess birti Eva fallega kveðju í story á Instagram-síðu sinni.
„Moving Day
Vá, hvað það er bittersweet að kveðja heimilið sem við höfum verið í næstum áratug. Það er auðvitað spennandi að flytja og forréttindi og yndislegt..en erum við að kveðja staðinn þar sem börnin okkar tóku fyrstu skrefin sín, fyrsta skóladaginn, svo margt.
Allar samverustundirnar, allar máltíðirnar í góða eldhúsinu, allar lífsreynslurnar. Ég er bara með kökkinn í hálsinum af sorg og gleði og þakklæti og öllu þar á milli,” skrifar Eva.