Biðst afsökunar á slæmu starfsumhverfi

Matilda Djerf, stofnandi Djerf Avenue.
Matilda Djerf, stofnandi Djerf Avenue. Ljósmynd/Instagram

Sænska tísku­drottn­ing­in og stofn­andi Djerf Avenue, Matilda Djerf, hef­ur tjáð sig op­in­ber­lega í kjöl­far ásak­ana um óviðeig­andi fram­komu gagn­vart starfs­fólki og óviðun­andi vinnustaðamenn­ingu í fyr­ir­tæki henn­ar. Í ít­ar­legu inn­leggi á In­sta­gram biðst Djerf af­sök­un­ar á mis­tök­um sín­um sem stjórn­andi og seg­ist nú í mikl­um mæli ein­beita sér að því að bæta vinnu­um­hverfið.

Ásak­an­irn­ar komu fyrst fram í sænska dag­blaðinu Aft­on­bla­det, þar sem ell­efu nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn lýstu óör­yggi, kvíða og and­legu álagi í starfi hjá Djerf Avenue. Djerf viður­kenn­ir að hún hafi ekki verið til­bú­in að tak­ast á við það mikla álag sem fylgdi hröðum vexti fyr­ir­tæk­is­ins. 

„Ég hafði aldrei leitt teymi áður“

Í yf­ir­lýs­ingu sinni skrifaði Djerf:

„Ég var ekki til­bú­in. Ég hafði aldrei leitt teymi áður, aldrei byggt upp fyr­ir­tæki, og und­ir miklu álagi, hraða og sak­leysi hef ég brugðist ég sem leiðtogi.“

Hún viður­kenn­ir að hún hafi ekki verið sá leiðtogi eða sam­starfsmaður sem hún vill vera, en legg­ur áherslu á að hún sé staðráðin í því að vaxa og læra af mis­tök­um sín­um.

„Ef ég hef sært ein­hvern eða brugðist starfs­fólki mínu, þá þykir mér það mjög leitt. Ég ætla að læra af þessu og vaxa sem mann­eskja,“ bætti hún við.

Hún viðurkennir mistök sín og leggur áherslu á að vaxa …
Hún viður­kenn­ir mis­tök sín og legg­ur áherslu á að vaxa sem mann­eskja. Ljós­mynd/​In­sta­gram

Breyt­ing­ar í vænd­um

Djerf Avenue er tísku­fyr­ir­tæki sem stend­ur fyr­ir fjöl­breyti­leika, innifaln­ingu, virðingu og tíma­lausa hönn­un.

Ný­leg­ar ásak­an­ir um einelti og van­v­irðingu í garð starfs­fólks hafa hins veg­ar valdið von­brigðum meðal fylgj­enda Djerf og al­menn­ings. Djerf seg­ir að mark­mið sitt sé að end­ur­heimta traust starfs­fólks og viðskipta­vina og skapa já­kvæða vinnustaðamenn­ingu.

„Þetta er ferli í stöðugri þróun og ég er staðráðin í að Djerf Avenue verði ör­ugg­ur, innifal­inn vinnustaður fyr­ir alla,“ skrif­ar hún í færsl­unni.

Meðal þeirra breyt­inga sem þegar hafa verið gerðar eru ráðning­ar reynd­ari stjórn­enda, inn­leiðing nafn­lausra starfs­mannakann­ana og sam­vinna við ut­anaðkom­andi vinnusál­fræðing. Að auki verður ut­anaðkom­andi mannauðsráðgjafi ráðinn til að styðja teymið og efla vinnustaðinn.

Eru gildi fyr­ir­tæk­is­ins í hættu?

Viðbrögðin við yf­ir­lýs­ingu Djerf hafa verið blend­in. Sum­ir telja af­sök­un­ar­beiðnina fyrsta skrefið í rétta átt, en aðrir benda á að raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar þurfi að fylgja orðum henn­ar. 

Einn áhrifa­vald­ur skrif­ar: „Reynsla skipt­ir ekki máli þegar kem­ur að því að vera góður leiðtogi og góð mann­eskja.“

Djerf Avenue hef­ur vaxið hratt frá stofn­un þess árið 2019 og námu tekj­ur þess um 35 millj­ón­um doll­ara árið 2022. Þrátt fyr­ir ásak­an­irn­ar hef­ur vörumerkið haldið áfram að njóta vin­sælda, en tím­inn mun leiða í ljós hvort fyr­ir­tækið nái að end­ur­heimta ímynd sína og halda í traust viðskipta­vina.

Hægt er að lesa yf­ir­lýs­ingu Matildu í heild sinni á In­sta­gram hér fyr­ir neðan:

View this post on In­sta­gram

A post shared by Matilda Djerf (@matilda­djerf)

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Alvarleiki á sér stund og stað, en það ekki ekki hér og nú. Kannaðu allar hliðar mála vandlega áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Alvarleiki á sér stund og stað, en það ekki ekki hér og nú. Kannaðu allar hliðar mála vandlega áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf