Sænska tískudrottningin og stofnandi Djerf Avenue, Matilda Djerf, hefur tjáð sig opinberlega í kjölfar ásakana um óviðeigandi framkomu gagnvart starfsfólki og óviðunandi vinnustaðamenningu í fyrirtæki hennar. Í ítarlegu innleggi á Instagram biðst Djerf afsökunar á mistökum sínum sem stjórnandi og segist nú í miklum mæli einbeita sér að því að bæta vinnuumhverfið.
Ásakanirnar komu fyrst fram í sænska dagblaðinu Aftonbladet, þar sem ellefu núverandi og fyrrverandi starfsmenn lýstu óöryggi, kvíða og andlegu álagi í starfi hjá Djerf Avenue. Djerf viðurkennir að hún hafi ekki verið tilbúin að takast á við það mikla álag sem fylgdi hröðum vexti fyrirtækisins.
Í yfirlýsingu sinni skrifaði Djerf:
„Ég var ekki tilbúin. Ég hafði aldrei leitt teymi áður, aldrei byggt upp fyrirtæki, og undir miklu álagi, hraða og sakleysi hef ég brugðist ég sem leiðtogi.“
Hún viðurkennir að hún hafi ekki verið sá leiðtogi eða samstarfsmaður sem hún vill vera, en leggur áherslu á að hún sé staðráðin í því að vaxa og læra af mistökum sínum.
„Ef ég hef sært einhvern eða brugðist starfsfólki mínu, þá þykir mér það mjög leitt. Ég ætla að læra af þessu og vaxa sem manneskja,“ bætti hún við.
Djerf Avenue er tískufyrirtæki sem stendur fyrir fjölbreytileika, innifalningu, virðingu og tímalausa hönnun.
Nýlegar ásakanir um einelti og vanvirðingu í garð starfsfólks hafa hins vegar valdið vonbrigðum meðal fylgjenda Djerf og almennings. Djerf segir að markmið sitt sé að endurheimta traust starfsfólks og viðskiptavina og skapa jákvæða vinnustaðamenningu.
„Þetta er ferli í stöðugri þróun og ég er staðráðin í að Djerf Avenue verði öruggur, innifalinn vinnustaður fyrir alla,“ skrifar hún í færslunni.
Meðal þeirra breytinga sem þegar hafa verið gerðar eru ráðningar reyndari stjórnenda, innleiðing nafnlausra starfsmannakannana og samvinna við utanaðkomandi vinnusálfræðing. Að auki verður utanaðkomandi mannauðsráðgjafi ráðinn til að styðja teymið og efla vinnustaðinn.
Viðbrögðin við yfirlýsingu Djerf hafa verið blendin. Sumir telja afsökunarbeiðnina fyrsta skrefið í rétta átt, en aðrir benda á að raunverulegar breytingar þurfi að fylgja orðum hennar.
Einn áhrifavaldur skrifar: „Reynsla skiptir ekki máli þegar kemur að því að vera góður leiðtogi og góð manneskja.“
Djerf Avenue hefur vaxið hratt frá stofnun þess árið 2019 og námu tekjur þess um 35 milljónum dollara árið 2022. Þrátt fyrir ásakanirnar hefur vörumerkið haldið áfram að njóta vinsælda, en tíminn mun leiða í ljós hvort fyrirtækið nái að endurheimta ímynd sína og halda í traust viðskiptavina.
Hægt er að lesa yfirlýsingu Matildu í heild sinni á Instagram hér fyrir neðan: