Kviss-spilin aftur á toppnum

Björn Bragi og Gunnar Erik.
Björn Bragi og Gunnar Erik. Ljósmynd/Aðsend

Pöbbkviss 4 og Krakkakviss 4 hafa slegið rækilega í gegn og sitja nú í efsta sæti vinsældalista spila fyrir þessi jól.

„Við Íslendingar erum náttúrulega spurningaóð þjóð og höfum alltaf verið,“ segir Björn Bragi Arnarsson, útgefandi spilanna og stjórnandi spurningaþáttarins Kviss á Stöð 2.

Hann segir markmið sitt alltaf vera að búa til skemmtileg og lifandi spurningaspil þar sem allir geta tekið þátt.

„Það er alveg nóg af þurrum og leiðinlegum spurningaspilum þarna úti,“ segir hann og bætir við að Pöbbkviss-spilin hafi alltaf hitt í mark.

Fyrsta Pöbbkviss-spilið kom út árið 2020 og hafa öll þrjú fyrri spil orðið söluhæst á sínum tíma. Björn er bjartsýnn á að nýjasta útgáfan, Pöbbkviss 4, fylgi í þeirra fótspor:

„Það er allavega alltaf markmiðið að spilið seljist upp um jólin,“ segir hann.

Stærsta Kviss-serían til þessa

Björn Bragi hefur haft í nógu að snúast að undanförnu, en á dögunum lauk fimmtu þáttaröðinni af Kviss á Stöð 2. Í æsispennandi úrslitaþætti um síðustu helgi stóð lið Fram uppi sem sigurvegari. Leikararnir Rúnar Freyr Gíslason og Sandra Barilli leiddu liðið til sigurs í keppni sem réðist á síðustu stundu.

„Þetta var okkar stærsta sería til þessa og hún sló áhorfsmet,“ segir Björn Bragi.

 „Það voru ótrúlega mörg skemmtileg lið og flottir keppendur sem gerðu þessa þáttaröð sérstaklega eftirminnilega.“

Að hans sögn var alvöru dramatík í lokaþættinum þar sem sigur Fram réðist ekki fyrr en í lokaspurningunni: „Úrslitin réðust á síðustu spurningunni, sem er auðvitað alltaf skemmtilegast!“

Sigurvegarar Kviss 2024.
Sigurvegarar Kviss 2024. Ljósmynd/Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir