Megan Thee Stallion fer fram á nálgunarbann

Það er hart sótt að söngkonunni Megan Thee Stallion.
Það er hart sótt að söngkonunni Megan Thee Stallion. Skjáskot/Instagram

Söngkonan og rapparinn Megan Thee Stallion hefur farið fram á nálgunarbann gegn Tory Lanez, á meðan hann situr í fangelsi, en hún sakar hann um „sálfræðilegan hernað“ og áreitni.

Stallion segir Lanez áreita hana úr fangelsinu í gegnum þriðja aðila á samfélagsmiðlum.

Það var í gær sem Stallion fór með beiðnina fyrir hæstaréttardómara í Los Angeles og bað hann um að koma í veg fyrir að Lanez skipuleggði áreitnina gegn henni í gegnum þriðja aðila.

Lanez, sem er 32 ára, var sakfelldur árið 2022 fyrir líkamsárás gegn Stallion með hálfsjálfvirku skotvopni þegar hann skaut hana í fæturna árið 2020.

Lanez var einnig sakfelldur fyrir að hafa í bílnum sínum hlaðið, óskráð skotvopn og fyrir að hleypa af skotvopni af vítaverðu gáleysi. Hann afplánar nú tíu ára dóm fyrir vikið. 

Í dómskjölunum kemur fram að Lanez hafi ráðið bloggarann Milagro Gramz til að útdeila falsfréttum um skotárásina á samfélagsmiðlum. Þann 10. desember á Stallion að hafa uppfært kvörtun sína til dómara vegna upptöku af símtölum úr fangelsinu þar sem fram kemur að Gramz hafi þegið greiðslu frá Lanez fyrir samsærið.

Hin 29 ára Megan Thee Stallion á lög á borð við Savage og Big Ol Freak. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar „freestyle“-myndbönd af henni fóru um netheima sem svo leiddu til útgáfu smáskífanna Hot Girl Summer og Cash Shit. Hún hefur hlotið alls 133 tilnefningar fyrir lög sín og hlotið 58 tónlistarverðlaun. 

People 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir