Ekkert gengur hjá Lopez

Jennifer Lopez hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Jennifer Lopez hefur ekki átt sjö dagana sæla. Ljósmynd/Monica Schipper

Nýjasta kvikmynd leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez, Unstoppable í leikstjórn William Goldenberg, kolféll í Bretlandi og hefur verið kippt úr þarlendum kvikmyndahúsum eftir að hafa aðeins verið í sýningu í eina viku.

Unstoppable, sem er byggð á raunverulegum atburðum úr lífi einfætta glímukappans Anthony Robles, hefur hlotið ágæta dóma gagnrýnenda en virðist ekki hafa náð að heilla kvikmyndagesti. Myndin þénaði rétt rúmlega hálfa milljón íslenskra króna yfir frumsýningarhelgina í Bretlandi.

Lopez, sem fer með hlutverk móður Robles, gekk rauða dregilinn á frumsýningu myndarinnar í Lundúnum þann 5. nóvember síðastliðinn ásamt Goldenberg og öðrum leikurum myndarinnar. Aðalframleiðandi Unstoppable, fyrrverandi eiginmaður Lopez, Ben Affleck, var fjarri góðu gamni og hefur lítið tekið þátt í kynningarstarfi myndarinnar.

Árið verið erfitt

Árið sem er að líða hefur alls ekki verið auðvelt hjá Lopez, en vinsældir leik- og söngkonunnar hafa verið á hraðri niðurleið síðustu mánuði.

Nýjasta plata hennar, titluð This Is Me...Now, sem kom út í byrjun árs, hlaut afar slæmar viðtökur frá almenningi og tónlistargagnrýnendum og þurfti Lopez að aflýsa fyrirhuguðu tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Kanada, sem átti að hefjast þann 26. júní, vegna dræmrar miðasölu. Ástæðan sem Lopez gaf fyrir aflýsingunni var sú að hún vildi eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Neikvæð umfjöllun og dræm miðasala varð til þess að tólf milljarða samningur hennar við MGM Resort, eina stærstu hótelkeðju, var settur á bið.

Aðstandendum hótelkeðjunnar þykir, samkvæmt heimildum, áhættan að ráða Lopez of mikil.

Mikið var fjallað um hjónaband Lopez og Affleck á árinu, en miklar vangaveltur voru uppi um það hvort hjónin væru að skilja, sem varð svo raunin.

Lopez sótti um skilnað frá fjórða eiginmanni sínum síðla sumars eftir tveggja ára stormasamt hjónaband. 

View this post on Instagram

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson