Fyrrverandi eiginkonan enn sár

Grande og Slater eru par.
Grande og Slater eru par. Samsett mynd

Fyrrverandi eiginkona leikarans Ethan Slater, Lilly Jay, segist eiga erfitt með að horfa upp á sinn fyrrverandi að halda áfram með líf sitt. Eitt og hálft ár er liðið frá því að hann tók saman við Ariönu Grande. Þá var Slater gift­ur Jay og þau með ný­fætt barn.

Grande og Slater kynnt­ust við tök­ur á kvik­mynd­inni Wicked og óljóst er ná­kvæm­lega hvenær sam­band þeirra hófst en ljóst er að hann var ekki hætt­ur með eig­in­kon­unni. Henni var mjög brugðið þegar hún komst að sam­band­inu og virðist enn vera að jafna sig.

Jay skrifar pistil um skilnað sinn í The Cut en hún er klínískur sálfræðingur. Í pistlinum segir að það hafi verið mjög erfitt að lenda í jafnopinberum skilnaði og að hún hafi átt erfitt með að flýja myrkrið meðan hann hélt áfram með líf sitt og kallar þetta sorglegustu daga lífs síns.

„Enginn giftir sig haldandi að til skilnaðar komi, rétt eins og maður fer ekki um borð í flugvél haldandi að hún muni brotlenda,“ segir Jay.

„Ég trúði því aldrei að ég myndi skilja. Sérstaklega ekki rétt eftir fæðingu fyrsta barns míns og hvað þá í skugga sambands hans við mjög fræga manneskju.“

„Móðurhlutverkið fyllir tíma manns en ekki hugann. Ég hef varið óteljandi stundum að vagga barni mínu í ró á sama tíma og ég reyni að vinna úr þessu og sætta mig við opinbera upplausn hjónabands míns.“

Parið er nú á fullu að kynna kvikmyndina Wicked.
Parið er nú á fullu að kynna kvikmyndina Wicked. THEO WARGO
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir