Amma tramma skítaramma

Ungur mjólkurpóstur frá bóndanum Geira í Eskihlíð á ferð í …
Ungur mjólkurpóstur frá bóndanum Geira í Eskihlíð á ferð í Pósthússtræti á stríðsárunum síðari.

„Þetta var heil­mik­il áskor­un fyr­ir mig að leggja í þetta, en jafn­framt mjög skemmti­legt. Barna­vina­fé­lagið Sum­ar­gjöf fól mér þetta verk­efni á sín­um tíma í til­efni hundrað ára af­mæl­is fé­lags­ins á þessu ári. Ég fékk frjáls­ar hend­ur og þetta átti ekki að vera um fé­lagið held­ur fjalla al­mennt um börn í Reykja­vík und­an­far­in hundrað ár og ég naut þess að vinna að þess­ari bók,“ seg­ir Guðjón Friðriks­son sagn­fræðing­ur, en ný­lega kom út bók hans Börn í Reykja­vík, sem er ein­hvers kon­ar ald­ar­speg­ill í gegn­um sögu barna í höfuðborg­inni.

Ærslafullar stelpur, snemma á síðustu öld hjá Alþingishúsi og Dómkirkju.
Ærsla­full­ar stelp­ur, snemma á síðustu öld hjá Alþing­is­húsi og Dóm­kirkju. Ljós­mynd/​Magnús Ólafs­son

„Ég var ekki al­veg ókunn­ug­ur efn­inu því ég skrifaði á sín­um tíma sögu Reykja­vík­ur frá 1870 til 1940, og ég hef skrifað fleiri bæk­ur um Reykja­vík og fór þá í gegn­um mikið magn heim­ilda. Ég hafði þann hátt á að ég reyndi að finna all­ar end­ur­minn­ing­ar fólks sem ólst upp í Reykja­vík og hafði birst í bók­um, og í ljós kom að þær voru miklu fleiri en ég bjóst við. Ég lá líka í blöðum og tíma­rit­um, las alls kon­ar viðtöl við fólk sem og sögu­bæk­ur þar sem sagt er frá leikj­um barna og öðru.

Þetta er því mjög víðtækt, en ég reyndi að gera þetta lif­andi með því að láta per­sónu­leg­ar frá­sagn­ir fólks njóta sín í hverj­um kafla. Mér finnst bók­in verða líf­legri fyr­ir bragðið. Ég er af­skap­lega ánægður með þessa bók og mér finnst hönn­un henn­ar fal­leg og þess­ar fjöl­mörgu mynd­ir af börn­um frá ólík­um tím­um fá að njóta sín vel.“

Skemmti­leg barna­menn­ing

Skóla­mál og heil­brigðismál taka eðli máls­ins sam­kvæmt sitt pláss í bók­inni, einnig barna­vernd­ar­mál, dag­mömm­ur og lykla­börn, vöggu­stof­ur, vistheim­ili og fleira, en fjöl­margt er þar leiftrandi skemmti­legt úr menn­ingu barna. Til dæm­is er sér­stak­ur kafli um orðbragð barna á fyrri tím­um í borg­inni, sem er órjúf­an­leg­ur hluti af þeirri barna­menn­ingu sem horf­in er.

Krakkahrúga við innganginn á Gamla bíói fyrir þrjúbíó um 1955.
Krakka­hrúga við inn­gang­inn á Gamla bíói fyr­ir þrjúbíó um 1955. Ljós­mynd/Ó​laf­ur K. Magnús­son

„Fá börn trúi ég að segi nú á tím­um: farðu í rass og rófu, piss piss og pela­mál, eða amma tramma skít­aramma. Slíkt blót og fleira í þeim dúr sem ég segi frá í bók­inni er byggt á frá­sögn konu sem ólst upp í Reykja­vík upp úr 1910, en reynd­ar kann­ast ég vel við margt af því sem hún seg­ir frá í orðbragði barna, þótt ég sé fædd­ur miklu seinna, um miðja tutt­ug­ustu öld,“ seg­ir Guðjón og hlær.

„Þetta orðbragð hef­ur því lifað lengi, þótt það sé að mestu horfið núna. Fyrri tíma orðbragð tengd­ist líka úti­leikj­um, sem einnig eru horfn­ir úr menn­ingu barna.“

Viðtalið birt­ist fyrst í Bóka­blaði Morg­un­blaðsins, sem kom út 29. nóv­em­ber, en þar má finna viðtalið í heild. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú skalt ígrunda vel ráðleggingar þeirra sem standa þér næst. Stundum er betra að segja af eða á en láta hlutina dankast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú skalt ígrunda vel ráðleggingar þeirra sem standa þér næst. Stundum er betra að segja af eða á en láta hlutina dankast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Col­leen Hoo­ver
3
Torill Thorup
4
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö