Geggjaðar og gallaðar í senn

Mig langar „eiginlega til að skrifa strax aðra skáldsögu, því …
Mig langar „eiginlega til að skrifa strax aðra skáldsögu, því það var svo ótrúlega gaman og flæðandi góð orka að skrifa skáldskap,“ segir Eva Rún Snorradóttir sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Eldri konur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Ég elska að lesa sannsögur,“ segir Eva Rún Snorradóttir sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Eldri konur. „Það er ekki af því að ég elski sannleikann meira en skáldskapinn, enda er mikill sannleikur í skáldskapnum. Það er hins vegar eitthvað við aðferðir sannsögunnar sem heillar mig – ekki síst hvernig mörkin eru könnuð,“ segir Eva Rún og áréttar að Eldri konur sé ekki hennar saga heldur hreinn skáldskapur. „Ég á það hins vegar sameiginlegt með nafnlausu aðalpersónunni að hafa unnið á Sjálfsbjargarheimilinu, á Kleppi, á gistiheimili úti á landi auk þess sem ég var í Listaháskólanum eins og hún. Ég vinn því mikið með umhverfi sem ég þekki þó atburðarrásin sé skáldskapur.“

Heltekin af konum

Í Eldri konum gefur ung kona lesendum skýrslu af þráhyggju sinni fyrir eldri konum. Hún rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsáranna gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana. „Ég hef verið með svona þráhyggju fyrir eldri konum, þó ekki á neinu því leveli sem konan í bókinni er með. Ég er með annan bakgrunn en hún og kannski þess vegna hefur þetta ekki haft mikil neikvæð áhrif á líf mitt. Margar af þeim tilfinningum sem ég lýsi í bókinni eru hins vegar hluti af þeim tilfinningum sem ég hef verið að skoða hjá sjálfri mér,“ segir Eva Rún og tekur fram að hún hafi unnið mikla rannsóknarvinnu áður en hún byrjaði að skrifa. 

Eva Rún segist með skrifum sínum einnig hafa það að markmiði að upphefja eldri konur. „Sem eru oft á tíðum algjörlega ósýnilegar í samfélaginu sem og umræðunni. Eldri konur eru allt í senn kynverur, eftirsóknarverðar og mikilvægar og geta haft mikið áhrif,“ segir Eva Rún og tekur fram að í allri kvennabaráttunni og viðleitninni til að leiðrétta skekkjuna í kynjakerfinu finnist sér mikilvægt að fjalla um breyskar konur. „Enda erum við allar allskonar, við erum flestar geggjaðar og gallaðar í senn.“

Viðtalið birtist fyrst í Bókablaði Morgunblaðsins, sem kom út 29. nóvember, en þar má finna viðtalið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir