Geggjaðar og gallaðar í senn

Mig langar „eiginlega til að skrifa strax aðra skáldsögu, því …
Mig langar „eiginlega til að skrifa strax aðra skáldsögu, því það var svo ótrúlega gaman og flæðandi góð orka að skrifa skáldskap,“ segir Eva Rún Snorradóttir sem nýverið sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Eldri konur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Ég elska að lesa sann­sög­ur,“ seg­ir Eva Rún Snorra­dótt­ir sem ný­verið sendi frá sér sína fyrstu skáld­sögu sem nefn­ist Eldri kon­ur. „Það er ekki af því að ég elski sann­leik­ann meira en skáld­skap­inn, enda er mik­ill sann­leik­ur í skáld­skapn­um. Það er hins veg­ar eitt­hvað við aðferðir sann­sög­unn­ar sem heill­ar mig – ekki síst hvernig mörk­in eru könnuð,“ seg­ir Eva Rún og árétt­ar að Eldri kon­ur sé ekki henn­ar saga held­ur hreinn skáld­skap­ur. „Ég á það hins veg­ar sam­eig­in­legt með nafn­lausu aðal­per­són­unni að hafa unnið á Sjálfs­bjarg­ar­heim­il­inu, á Kleppi, á gisti­heim­ili úti á landi auk þess sem ég var í Lista­há­skól­an­um eins og hún. Ég vinn því mikið með um­hverfi sem ég þekki þó at­b­urðarrás­in sé skáld­skap­ur.“

Heltek­in af kon­um

Í Eldri kon­um gef­ur ung kona les­end­um skýrslu af þrá­hyggju sinni fyr­ir eldri kon­um. Hún rek­ur líf sitt frá barnæsku til full­orðins­ár­anna gegn­um frá­sagn­ir af kon­um sem hafa heltekið hana. „Ég hef verið með svona þrá­hyggju fyr­ir eldri kon­um, þó ekki á neinu því leveli sem kon­an í bók­inni er með. Ég er með ann­an bak­grunn en hún og kannski þess vegna hef­ur þetta ekki haft mik­il nei­kvæð áhrif á líf mitt. Marg­ar af þeim til­finn­ing­um sem ég lýsi í bók­inni eru hins veg­ar hluti af þeim til­finn­ing­um sem ég hef verið að skoða hjá sjálfri mér,“ seg­ir Eva Rún og tek­ur fram að hún hafi unnið mikla rann­sókn­ar­vinnu áður en hún byrjaði að skrifa. 

Eva Rún seg­ist með skrif­um sín­um einnig hafa það að mark­miði að upp­hefja eldri kon­ur. „Sem eru oft á tíðum al­gjör­lega ósýni­leg­ar í sam­fé­lag­inu sem og umræðunni. Eldri kon­ur eru allt í senn kyn­ver­ur, eft­ir­sókn­ar­verðar og mik­il­væg­ar og geta haft mikið áhrif,“ seg­ir Eva Rún og tek­ur fram að í allri kvenna­bar­átt­unni og viðleitn­inni til að leiðrétta skekkj­una í kynja­kerf­inu finn­ist sér mik­il­vægt að fjalla um breysk­ar kon­ur. „Enda erum við all­ar allskon­ar, við erum flest­ar geggjaðar og gallaðar í senn.“

Viðtalið birt­ist fyrst í Bóka­blaði Morg­un­blaðsins, sem kom út 29. nóv­em­ber, en þar má finna viðtalið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir