„Meira kynlíf hjá mér“

„Ég efast reyndar um að ég gæti skrifað bók sem …
„Ég efast reyndar um að ég gæti skrifað bók sem gerist í nútímanum,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. Morgunblaðið/Karítas

„Bók­in byrj­ar á morði. Í viss­um skiln­ingi má segja að það sé ákveðið viðbragð við gagn­rýni sumra þess efn­is að Valsk­an hefði farið svo hægt af stað. Ég ákvað því að næsta bók skyldi byrja af krafti,“ seg­ir Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir og vís­ar þar til byrj­un­ar á nýj­ustu bók sinni, glæpa­sög­unni Þegar sann­leik­ur­inn sef­ur. Í kynn­ing­ar­texta á kápu bók­ar­inn­ar seg­ir að þegar ung vinnu­kona finnst lát­in á lækj­ar­bakka í ná­grenni Hvamma átti Bergþóra, hús­freyja á Hvömm­um, sig fljót­lega á því að henni hafi verið drekkt. Ein­hvers staðar leyn­ist morðing­inn og brátt ber­ast bönd­in að mági Bergþóru, stór­bokk­an­um og skap­hund­in­um Þor­geiri Hjálm­ars­syni. Þegar sýslumaður­inn tek­ur að yf­ir­heyra vitni og grunaða verður þó fljót­lega ljóst að flest­ir hafa eitt­hvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf. 

Til­finn­ing­arn­ar þær sömu

Eitt af því sem sló mig við lest­ur­inn var hið fornkveðna um að það er ekki sama Jón og séra Jón. Þannig mark­ast aðstæður og mögu­leik­ar sögu­per­sóna í líf­inu af stétt, fjár­hags­stöðu og tengsl­um þeirra í sam­fé­lag­inu. Þannig leyf­ist sum­um hlut­ir sem eru öðrum lokuð leið. Var þetta hluti þess sem þú lagðir upp með að skoða?

„Já, þetta var hluti af því,“ seg­ir Nanna og upp­lýs­ir að hún sé þegar byrjuð að skrifa sjálf­stætt fram­hald á Þegar sann­leik­ur­inn sef­ur þar sem Bergþóra hús­freyja í Hvömm­um sé sem fyrr í for­grunni. „Hún verður sem fyrr sögumaður og þátt­tak­andi í at­b­urðum. Hún verður eins kon­ar Miss Marple. Þar skoða ég hina hliðina, þ.e. aðstöðu þeirra sem ekk­ert áttu und­ir sér. En ég vil lítið meira um þá bók segja að sinni,“ seg­ir Nanna og tek­ur fram að hún hafi lesið tölu­vert af glæpa­sög­um í gegn­um tíðina, þó minnst á ís­lensku hin síðari ár. Bend­ir hún á að sum­ir hafi haft á orði að glæpa­saga henn­ar minni svo­lítið á „Agöt­hu Christie og Guðrúnu frá Lundi, sem ég hef haft mikla ánægju af því að lesa í gegn­um tíðina þannig að þetta er ekki slæm­ur fé­lags­skap­ur. Reynd­ar er svo­lítið meira kyn­líf hjá mér sem og mat­ur,“ seg­ir Nanna.

Hvers vegna finnst þér ástæða til að hafa fleiri kyn­lífs­lýs­ing­ar en hjá bæði Agöt­hu Christie og Guðrúnu frá Lundi?

„Ein ástæða er sú að mér finnst stund­um eins og fólk telji að kon­ur fyrr á tíð hafi ekki haft neinn áhuga á kyn­lífi – sem stenst ekki. Kyn­hvöt­in er frum­hvöt og auðvitað hafa sum­ar þeirra að minnsta kosti haft áhuga á kyn­lífi og jafn­vel átt frum­kvæði að slíku, enda sjást þess merki í heim­ild­um. Ég vildi sýna að til­finn­ing­ar, kennd­ir og hvat­ir eru alltaf þær sömu þótt fólk leyfi þeim mis­jafn­lega mikið að njóta sín og tali jafn­vel ekki mikið um þær,“ seg­ir Nanna og tek­ur fram að hún sé ekki síst að skrifa það sem kallað er kell­inga­bæk­ur. „Ég hef alltaf verið dá­lítið hrif­in af kell­inga­bók­um sem bók­mennta­grein og las mjög mikið af þeim þegar ég var yngri. Mér finnst ágætt að halda þeirri bók­mennta­hefð við,“ seg­ir Nanna. 

Viðtalið birt­ist fyrst í Bóka­blaði Morg­un­blaðsins, sem kom út 29. nóv­em­ber, en þar má finna viðtalið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú ert svo náinn vissum fjölskyldumeðlimi að þú gætir leyst öll hans vandamál. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason