„Við vorum grimmdin“

Jón Kalman Stefánsson skrifar um Baskavígin í bókinni Himintungl yfir …
Jón Kalman Stefánsson skrifar um Baskavígin í bókinni Himintungl yfir heimsins ystu brún. Eyþór Árnason

Jón Kalm­an Stef­áns­son tek­ur fyr­ir hin hrotta­legu Baska­víg í nýj­ustu skáld­sögu sinni Him­in­tungl yfir heims­ins ystu brún. Prest­ur á Brúnas­andi sest niður á óveðurs­degi í októ­ber árið 1615 og byrj­ar að skrifa það sem virðist vera bréf. Hann veit að það eru dimm­ir at­b­urðir fram und­an og byrj­ar að rekja það hvernig hlut­irn­ir þróuðust í þessa átt.

„Fortíðin á alltaf er­indi til okk­ar. Við erum hér og erum eins og við erum vegna þess sem átti sér stað í fortíðinni. Ef við vilj­um skilja okk­ur sjálf og sam­tím­ann verðum við að geta horfst í augu við fortíðina. All­ir at­b­urðir, hvort sem þeir eru hræðileg­ir eins og Baska­víg­in eða ekki, segja okk­ur alltaf eitt­hvað um okk­ur sjálf sem mann­eskj­ur, og sem þjóð,“ seg­ir Jón Kalm­an um sögu­svið bók­ar­inn­ar. 

„Fortíðin á alltaf erindi til okkar. Við erum hér og …
„Fortíðin á alltaf er­indi til okk­ar. Við erum hér og erum eins og við erum vegna þess sem átti sér stað í fortíðinni." Eyþór Árna­son

Rím­ar illa við sjálfs­mynd­ina

„Þetta var efni sem hef­ur fylgt mér lengi eða frá því ég las um víg­in fyrst fyr­ir góðum 30 árum. Mig grunaði strax að ég yrði fyrr eða síðar að tak­ast á við þetta efni. Þetta eru ógn­vægi­leg­ir at­b­urðir og ein­stak­ir í okk­ar sögu. Fyr­ir utan það hvers eðlis þeir eru, öll sú drama­tík og grimmd sem þar er fannst mér það slá­andi hversu lítið þá hafði verið fjallað um at­b­urðina.“ 

„En í Baska­víg­un­um erum við Íslend­ing­ar í hlut­verki of­beld­is­manna, við vor­um grimmd­in, við vor­um gerend­ur sem rímaði illa við sjálfs­mynd okk­ar og var þar af leiðandi sett til hliðar.“

Baskavígin árið 1615 eru sögusvið skáldsögu Jóns Kalmans en þá …
Baska­víg­in árið 1615 eru sögu­svið skáld­sögu Jóns Kalm­ans en þá voru Íslend­ing­ar í hlut­verki of­beld­is­manna og sýndu mikla grimmd. Morg­un­blaðið/​Eyþór

Dauðinn ósann­gjarn fant­ur

Jón Kalm­an hef­ur ekki farið leynt með að vera að tak­ast á við dauðann í verk­um sín­um með ein­um eða öðrum hætti.

„Það má að vissu leyti segja að hver mann­eskja deyi tvisvar; fyrst þegar hjartað hætt­ir að slá og síðan þegar fólk gleym­ist. Sá dauði er kannski enn skelfi­legri, og svo full­ur órétt­læt­is. Þú geng­ur um kirkju­g­arða, sérð þúsund­ir nafna og flest þeirra eru kannski full­kom­lega gleymd. Við vit­um ekk­ert um þeirra sögu. Hvort þau hafi verið ham­ingju­söm, hvernig þau vildu hafa kaffið sitt, hvernig þau brostu, hvernig þau töluðu, hvernig þau elskuðu. Þegar mann­eskja gleym­ist, þegar eng­inn man hana leng­ur, þá hef­ur dauðinn unnið sinn al­gjöra sig­ur. Eitt af því sem dríf­ur mig áfram sem rit­höf­und er að reyna að breyta þessu. Þess vegna fer ég alltaf ósjálfrátt í mín­um bók­um, hvort sem ég er að skrifa um sam­tím­ann eða ekki, aft­ur inn í fortíðina og reyni að sækja þangað fólk sem er gleymt og færa það inn í birtu lífs­ins. Ef mér tekst að segja frá þannig að þau lifni aft­ur við hef­ur mér á viss­an hátt tek­ist að yf­ir­buga dauðann.“

"Þú geng­ur um kirkju­g­arða, sérð þúsund­ir nafna og flest þeirra eru kannski full­kom­lega gleymd." Eyþór Árna­son

Viðtalið birt­ist fyrst í Bóka­blaði Morg­un­blaðsins, sem kom út 29. nóv­em­ber, en þar má finna viðtalið í heild.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Leynilegt daður kryddar tilveruna hjá þér í dag. Fyrst trúir þú því að eitthvað sé mögulegt, svo reynir þú að finna út úr því hvernig þú eigir að framkvæma það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Leynilegt daður kryddar tilveruna hjá þér í dag. Fyrst trúir þú því að eitthvað sé mögulegt, svo reynir þú að finna út úr því hvernig þú eigir að framkvæma það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar