Ragnar Þór hélt jólin fyrr en vanalega

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Ragnar Þór og …
Það eru spennandi tímar fram undan hjá Ragnar Þór og fjölskyldu. mbl.is/Karítas

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son þingmaður Flokks fólks­ins hélt jól­in ör­lítið fyrr en aðrir lands­menn og gæddi sér á góm­sæt­um ham­borg­ara­hrygg með öllu til­heyr­andi ásamt eig­in­konu sinni, Guðbjörgu Ing­unni Magnús­dótt­ur, og börn­um á sunnu­dags­kvöldið.

Hann birti fal­lega jóla­kveðju á Face­book-síðu sinni fyrr í dag og rifjaði upp hápunkta árs­ins og greindi einnig frá ýmsu sem í vænd­um er hjá fjöl­skyld­unni á nýju ári.

„Jól­in eru óhefðbund­in hjá okk­ur eins og venju­lega“

„Gleðilega hátíð, kæru vin­ir.

Jól­in eru óhefðbund­in hjá okk­ur eins og venju­lega. Þetta árið héld­um við jól­in okk­ar í gær­kvöldi, 22. des­em­ber, sem var eini dag­ur­inn í kring­um jól­in sem við gát­um verið öll sam­an. Við höf­um ekki gert þetta áður, að halda jól­in fyrr, en höf­um haldið þau seinna þegar aðstæður eru þannig.

Margt hef­ur gerst í okk­ar lífi það sem af er ári og sem bet­ur fer til hins betra. Ég lét af störf­um sem formaður VR og Lands­sam­bands Versl­un­ar­manna eft­ir að hafa náð góðu kjöri í Alþing­is­kosn­ing­um. Börn­in okk­ar fimm blómstra sem aldrei fyrr og náði Guðbjörg þeim merka áfanga að draga mig með sér í þríþraut.

Það eru spenn­andi tím­ar framund­an á nýju ári. Það er mik­il til­hlökk­un að setj­ast á þing og vinna með og styðja það öfl­uga fólk sem ætl­ar að stýra okk­ar sam­fé­lagi til betri veg­ar. Við hjón­in stefn­um á að klára hálf­an járn­karl næsta haust, plötu­upp­tök­ur með hljóm­sveit­inni minni Fjöll, Sól­ey klár­ar 10. bekk­inn í vor, Logi tek­ur bíl­próf, Emma ætl­ar sér stóra hluti í sam­kvæm­is­döns­um, Dúi ætl­ar í há­skóla og Daði á að kaupa fleiri bíla en hann gerði í ár.

En fyrst og síðast ætl­um við fjöl­skyld­an að njóta fleiri ynd­is­legra sam­veru­stunda sam­an.

Takk fyr­ir stuðning­inn og gleðilega hátíð!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það getur verið erfitt að sjá gallana í eigin sköpunarverki. dagurinn hentar vel til dagdrauma og skapandi hugsunar og líkast til gefst hlé til skipulagningar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það getur verið erfitt að sjá gallana í eigin sköpunarverki. dagurinn hentar vel til dagdrauma og skapandi hugsunar og líkast til gefst hlé til skipulagningar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir