Ragnar Þór hélt jólin fyrr en vanalega

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Ragnar Þór og …
Það eru spennandi tímar fram undan hjá Ragnar Þór og fjölskyldu. mbl.is/Karítas

Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður Flokks fólksins hélt jólin örlítið fyrr en aðrir landsmenn og gæddi sér á gómsætum hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ingunni Magnúsdóttur, og börnum á sunnudagskvöldið.

Hann birti fallega jólakveðju á Facebook-síðu sinni fyrr í dag og rifjaði upp hápunkta ársins og greindi einnig frá ýmsu sem í vændum er hjá fjölskyldunni á nýju ári.

„Jólin eru óhefðbundin hjá okkur eins og venjulega“

„Gleðilega hátíð, kæru vinir.

Jólin eru óhefðbundin hjá okkur eins og venjulega. Þetta árið héldum við jólin okkar í gærkvöldi, 22. desember, sem var eini dagurinn í kringum jólin sem við gátum verið öll saman. Við höfum ekki gert þetta áður, að halda jólin fyrr, en höfum haldið þau seinna þegar aðstæður eru þannig.

Margt hefur gerst í okkar lífi það sem af er ári og sem betur fer til hins betra. Ég lét af störfum sem formaður VR og Landssambands Verslunarmanna eftir að hafa náð góðu kjöri í Alþingiskosningum. Börnin okkar fimm blómstra sem aldrei fyrr og náði Guðbjörg þeim merka áfanga að draga mig með sér í þríþraut.

Það eru spennandi tímar framundan á nýju ári. Það er mikil tilhlökkun að setjast á þing og vinna með og styðja það öfluga fólk sem ætlar að stýra okkar samfélagi til betri vegar. Við hjónin stefnum á að klára hálfan járnkarl næsta haust, plötuupptökur með hljómsveitinni minni Fjöll, Sóley klárar 10. bekkinn í vor, Logi tekur bílpróf, Emma ætlar sér stóra hluti í samkvæmisdönsum, Dúi ætlar í háskóla og Daði á að kaupa fleiri bíla en hann gerði í ár.

En fyrst og síðast ætlum við fjölskyldan að njóta fleiri yndislegra samverustunda saman.

Takk fyrir stuðninginn og gleðilega hátíð!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson