Rödd sem þögguð var niður

"Ef maður ræður ekki yfir líkama sínum þá erum við ekki á góðum stað,“ segir Ófeigur en ítarlegt viðtal við hann má finna í bókablaði Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Skrípið er heiti nýrr­ar skáld­sögu eft­ir Ófeig Sig­urðsson. Ófeig­ur hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir bæk­ur sín­ar og hlaut til að mynda Íslensku bók­mennta­verðlaun­in árið 2014 fyr­ir skáld­sög­una Öræfi. Hann seg­ir hér í bili skilið við sögu­leg­ar skáld­sög­ur og tekst nú á við sam­tím­ann. Tón­skáld und­ir­býr tón­leika­ferðalag en fest­ist í sótt­kví í Belg­íu. Ófeig­ur seg­ir fyr­ir­mynd tón­skálds­ins vera raun­veru­lega per­sónu.

Um mik­il­vægi þess að lifa frjáls

„Einn aðalþráður bók­ar­inn­ar er sjálfs­valdið, mik­il­vægi þess að hugsa sjálf­stætt og lifa frjáls. Að rík­is­valdið hafi ekki vald yfir lík­ama þínum eða sál­inni. Ef maður ræður ekki yfir lík­ama sín­um þá erum við ekki á góðum stað,“ seg­ir Ófeig­ur.

„Ég hitti kanadísk­an mann sem varð strandaglóp­ur í Belg­íu þegar sam­komutak­mark­an­ir voru vegna heims­far­ald­urs­ins. Hann var að leggja upp í tón­leika­ferðalag, svo­kallað friðarferðalag, og var bókaður um alla Evr­ópu þegar öllu var skellt í lás. Hon­um var það ólög­legt að snúa aft­ur til síns heima nema ríkið fengi að breyta DNA-keðjunni hans, að hans sögn.“

Talaði gegn vald­inu

„Þá hreif mig einnig hvernig þessi gamli maður talaði gegn vald­inu. Ég hafði aldrei heyrt neinn mót­mæla tak­mörk­un­um með jafnafger­andi hætti og fannst rödd hans svo áhuga­verð að ég gat ekki annað en nýtt mér hana í sög­unni. Þetta er rödd sem var al­mennt þögguð niður í heims­far­aldr­in­um.

Ég hef að vissu leyti skapað skrípi með þess­ari skáld­sögu því hon­um var þetta ekk­ert gam­an­mál. En þessi rödd var þögguð niður því hún sam­ræmd­ist ekki stefnu stjórn­valda svo ég vildi veita henni braut­ar­gengi inn­an vé­banda skáld­skap­ar­ins.“

Viðtalið birt­ist fyrst í Bóka­blaði Morg­un­blaðsins, sem kom út 29. nóv­em­ber, en þar má finna viðtalið í heild.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Kaldur rökstuðningur dugar ekki alltaf. Gefðu tilfinningum meira vægi í ákvörðunum. Hjartað hefur sína rökhugsun og hún er gild.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
5
Mohlin & Nyström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Kaldur rökstuðningur dugar ekki alltaf. Gefðu tilfinningum meira vægi í ákvörðunum. Hjartað hefur sína rökhugsun og hún er gild.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
5
Mohlin & Nyström