Laufey kynnti íslensku jólasveinana á BBC

Laufey Lín sagði suma jólasveinana furðulega.
Laufey Lín sagði suma jólasveinana furðulega. AFP/Fredric J. Brown

Laufey Lin tónlistarkona útskýrði jólahefðir Íslendinga og íslensku jólasveinana í viðtali á útvarpsstöðinni BBC 2 sem vakti upp furðu fréttamannsins en hún hafði aldrei heyrt um slíkar hefðir. 

„Jólin á Íslandi eru töluvert öðruvísi en annars staðar í heiminum. Við fögnum 24. [desember]. Klukkan 18 þann 24. eru jólin komin og þá opnum við gjafirnar frá fjölskyldunni okkar,“ útskýrir Laufey. 

Talið barst þá að jólasveinunum 13 sem Laufey sagði að henni þættu skrýtnir og oft furðulegir.

Hún útskýrði að á Íslandi byrjuðu jólasveinarnir að koma til byggða 13 dögum fyrir jól og að börn landsins settu skó sinn út í glugga til að fá gjafir frá jólasveininum. Þá útskýrði hún ólík hlutverk íslensku jólasveinanna sem vakti upp furðu fréttamannsins:

„Við erum með Bjúgnakræki, sem kemur og stelur bjúgunum þínum, og Gluggagæi, sem mér finnst furðulegur, en hann kemur og kíkir í gegnum gluggann þinn. Svo er það mamma þeirra grýla, en hún er norn sem borðar óþekk börn.“

View this post on Instagram

A post shared by BBC Radio 2 (@bbcradio2)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan