Passar að þvælast ekki fyrir

Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Yermu í sýningunni.
Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Yermu í sýningunni. Ljósmynd/Jorri

„Leik­ara­veislu,“ seg­ir Gísli Örn Garðars­son leik­stjóri Yermu, jóla­sýn­ing­ar Þjóðleik­húss­ins í ár, innt­ur eft­ir því við hverju áhorf­end­ur megi bú­ast en sýn­ing­in var frum­sýnd í gær, á ann­an í jól­um, á Stóra sviðinu.

Svar Gísla er bæði stutt og laggott enda seg­ir hann leik­hóp­inn í verk­inu ein­fald­lega frá­bær­an en með hlut­verk fara þau Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karls­son, Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir, Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir og Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir. 

„Svo er verkið í stór­kost­legri og brak­andi ferskri þýðingu Júlíu Mar­grét­ar Ein­ars­dótt­ur,“ bæt­ir hann við. 

Gísli Örn Garðarsson leikstjóri.
Gísli Örn Garðars­son leik­stjóri.

Mál­efni sem snerta marga

Yerma er í senn leiftrandi, áleitið og átak­an­legt nú­tíma­verk sem bygg­ist á sam­nefndu meist­ara­verki Federicos García Lorca frá ár­inu 1934, sögu sem ger­ist í spænsku sveita­sam­fé­lagi. 

Höf­und­ur leik­rits­ins, Simon Stone, flyt­ur hins veg­ar at­b­urðarás­ina inn í borg­ar­sam­fé­lag sam­tím­ans en verkið seg­ir frá Yermu, konu í blóma lífs­ins, sem geng­ur vel í starfi og á mann sem hún elsk­ar. Það eina sem vant­ar er barn. En það sem virðist svo eðli­leg­ur hluti af líf­inu reyn­ist ekki sjálfsagt og því lengri sem biðin verður því meira eykst löng­un­in eft­ir barni, löng­un sem verður að þrá og síðar þrá­hyggju, þar til smám sam­an hún miss­ir tök­in.

Leikaraveisla Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors fara með burðarhlutverk …
Leik­ara­veisla Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Björn Thors fara með burðar­hlut­verk í jóla­sýn­ing­unni Yermu. Ljós­mynd/​Jorri

Í ein­leikn­um Ég hleyp, sem frum­sýnd­ur var í Borg­ar­leik­hús­inu í fe­brú­ar árið 2022, lék Gísli sjálf­ur föður sem tókst á við barn­smissi með því að byrja að hlaupa. Þar glímdi hann við hlut­verk þar sem miss­ir, rang­læti og varn­ar­leysi ein­stak­lings­ins var í for­grunni, ekki ólíkt því sem Yerma þarf að kljást við í sínu lífi. Spurður hvort hann þurfi að huga að ein­hverju sér­stöku þegar feng­ist sé við svo viðkvæm mál­efni sem snerti marga svar­ar Gísli því til að eins og með alla hluti þurfi maður að nálg­ast þá af ákveðinni nær­gætni.

„Með aldr­in­um fjölg­ar því miður áföll­um í lífi manns og það kannski tog­ar mann í átt að verk­um sem þess­um. Að skoða þessa brot­hættu línu milli þess sem er dá­sam­legt og hræðilegt,“ seg­ir hann.

„Starf okk­ar felst í því að setja sig inn í aðstæður fólks af mis­mun­andi toga, bæði út frá eig­in raun­veru­leika og aðstæðna sem maður þekk­ir ekki. Í verk­inu fylgj­um við þessu ákveðna fólki eft­ir og Yerma hef­ur, eins og maður kann­ast sjálf­ur við, ætlað sér að tíma­setja lífið eft­ir sín­um hent­ug­leika. En svo ræður maður ekki gangi nátt­úr­unn­ar og er svo kannski bú­inn að missa af lest­inni þegar maður sjálf­ur er til­bú­inn.

Það er ein­mitt í eðli okk­ar sem vinn­um í þessu fagi að skoða inn í hug­ar­heim og líf þess fólks sem við erum að tak­ast á við hverju sinni,“ út­skýr­ir hann og bæt­ir við að það sé ein­mitt það sem sé svo gef­andi við starfið og geri það fjöl­breyti­legt.

„Þetta er skemmtilegur texti og mikill leikaradjús með þessari góðu …
„Þetta er skemmti­leg­ur texti og mik­ill leik­ara­djús með þess­ari góðu blöndu af snerpu og lit­ríkri mann­legri áferð,“ seg­ir Gísli Örn um verkið. Ljós­mynd/​Jorri

Frá­bær leik­hóp­ur

Talið berst að nýju að leik­hópn­um sem Gísli seg­ir að hafi gengið von­um fram­ar að velja.

„Það eru marg­ir þarna sem ég vinn oft með og hef unnið með áður. Þegar maður er að setja sam­an sterk­an leik­hóp vill maður hafa fólk sem get­ur fun­kerað vel í slíku um­hverfi og er hóp­spil­ar­ar því ein­hvern veg­inn þurf­um við að segja þessa sögu sam­an. Það er því mik­il leik­hópa­stemn­ing yfir þessu verki, ólíkt því þegar ég var að gera ein­leik­inn Ég hleyp, þá var auðvitað eng­in leik­hópa­stemn­ing. Þá var ég bara einn í leik­hópn­um, ég og besti vin­ur minn hlaupa­brettið,“ seg­ir hann og hlær.

„Mér finnst mik­il­vægt að vinna með fólki sem mér finnst upp­byggj­andi að vera í kring­um, hvort sem það er í Frosti, Elly, Ver­búðinni, Jóla­boðinu eða hverju sem er. Það ger­ist svo margt óvænt þegar maður fær að vinna með góðum leik­ur­um því þá verður alltaf eitt­hvað til sem maður get­ur ekki séð fyr­ir sjálf­ur.“

Yerma er í senn leiftrandi, áleitið og átakanlegt nútímaverk sem …
Yerma er í senn leiftrandi, áleitið og átak­an­legt nú­tíma­verk sem bygg­ist á sam­nefndu meist­ara­verki Federicos García Lorca frá ár­inu 1934, sögu sem ger­ist í spænsku sveita­sam­fé­lagi. Ljós­mynd/​Jorri

Með hlut­verk Yermu fer Nína Dögg, eig­in­kona Gísla, svo blaðamaður stenst hrein­lega ekki mátið að spyrja hann klass­ískr­ar spurn­ing­ar sem hann hef­ur að eig­in sögn fengið að heyra síðan þau komust inn í sama bekk í Leik­list­ar­skól­an­um árið 1997; hvernig það sé fyr­ir þau hjón­in að tak­ast á við þessi hlut­verk á sviðinu, það er að hann sé að leik­stýra henni?

„Líf okk­ar hef­ur alltaf verið fléttað sam­an á þenn­an hátt. Við erum hluti af þess­ari hljóm­sveit sem við stofnuðum fyr­ir öll­um þess­um árum sem heit­ir Vest­urport og inn­an þess tök­um við að okk­ur mis­mun­andi hlut­verk. Við Nína vinn­um oft sam­an enda hef­ur það gef­ist ein­stak­lega vel og hið sama gild­ir um aðra lyk­il­leik­ara Vest­urports. Við vinn­um vel sam­an og ekki síst töl­um við hisp­urs­laust hvert við annað í hópn­um, við reyn­um að halda hvert öðru á tán­um,“ seg­ir hann kím­inn.

Snerpa og þétt­ur húm­or

Aðspurður seg­ist Gísli færa verkið inn í ís­lenskt sam­fé­lag og veru­leika.

„Þetta er verk sem ger­ist í nú­tím­an­um og í okk­ar til­felli ger­ist það í okk­ar nán­asta um­hverfi. Verkið er klass­ískt að mörgu leyti því það tekst á við stór­ar til­finn­ing­ar sem eiga ræt­ur aft­ur í elstu sögu­sagn­ir, grísku harm­leik­ina og kó­medí­urn­ar. Það er því bæði létt­ur og þung­ur tónn í verk­inu. Þetta er skemmti­leg­ur texti og mik­ill leik­ara­djús með þess­ari góðu blöndu af snerpu og lit­ríkri mann­legri áferð. Þarna er á ferðinni sam­skipta­máti sem er ná­læg­ur okk­ur sjálf­um.“

Yerma var frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins í gær, á …
Yerma var frum­sýnd á Stóra sviði Þjóðleik­húss­ins í gær, á ann­an í jól­um. Ljós­mynd/​Jorri

Leik­stjóra- og leik­ara­fer­ill Gísla er bæði lang­ur og glæst­ur enda hef­ur hann tekið að sér ýmis verk­efni, bæði hér­lend­is sem og á er­lendri grundu. En hvort skyldi nú vera skemmti­legra, að vera í hlut­verki leik­stjór­ans eða leik­ar­ans?

„Þetta er svo­lítið eins og að bera sam­an epli og app­el­sín­ur. Á sama tíma get ég þó sagt að ástæðan fyr­ir því að ég tók að mér þetta verk er sú að hér er á ferðinni ein­stak­lega gott leik­ara­verk. Sem leik­ari veit ég hversu krefj­andi það er að fá verk­efni þar sem leik­ar­inn er al­gjör­lega í fyr­ir­rúmi og þá finnst mér stund­um þakk­látt að vinna að sýn­ingu eins og þess­ari sem er mun ber­skjaldaðri en til dæm­is Frost þar sem ég þarf að setja mun meiri fókus á að skapa leik­húsæv­in­týrið í kring­um sög­una.

Í Yermu þarf ég meira að passa að þvæl­ast ekki fyr­ir leik­ur­un­um en samt ná að lyfta sýn­ing­unni upp þannig að þeir geti fengið að gera það sem þeir gera best, sem er að túlka þess­ar per­són­ur. Þau eiga þetta sam­merkt, verk eins og Yerma, Ég hleyp eða Fólk, staðir og hlut­ir. Þau kjarn­ast í kring­um góða leik­ara sem geta sagt manni sög­ur, hreyft við manni og fengið mann til að hlæja og gráta með sek­úndu milli­bili.“

Viðtalið í heild sinni birt­ist í Morg­un­blaðinu á aðfanga­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Frá og með deginum í dag munu hæfileikar þínir vekja aðdáun annarra ná hámarki. Kannaðu fjárhaginn því ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Frá og með deginum í dag munu hæfileikar þínir vekja aðdáun annarra ná hámarki. Kannaðu fjárhaginn því ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf