Manneskjan rennur í gegnum mig

„Verkið heldur sér eins og það er, það gerist í …
„Verkið heldur sér eins og það er, það gerist í amerísku samfélagi en er þó pínulítið tímalaust. Áherslan er sett á manneskjurnar og þeirra baráttu. Uppsetningin er því hvorki íslensk né bandarísk heldur er fókusinn settur á fólkið.“ Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Tíma­laus klass­ík Tenn­essee Williams, Kött­ur á heitu blikkþaki, er jóla­sýn­ing Borg­ar­leik­húss­ins í ár en verkið, í leik­stjórn Þor­leifs Arn­ar Arn­ars­son­ar, verður frum­sýnt á Litla sviðinu í kvöld, laug­ar­dag­inn 28. des­em­ber.

Blaðamaður sett­ist á dög­un­um niður með þeim Hilmi Snæ Guðna­syni og Ásthildi Úu Sig­urðardótt­ur, sem bæði fara með burðar­hlut­verk í sýn­ing­unni, hann sem fjöl­skyldufaðir­inn Stóri-Pabbi og hún sem Maggie, kött­ur­inn sjálf­ur, tengda­dótt­ir hans.

Hilmir Snær segir persónu sína í verkinu margslungna: „Stóri-Pabbi er …
Hilm­ir Snær seg­ir per­sónu sína í verk­inu marg­slungna: „Stóri-Pabbi er svona „self-made man“. Ljós­mynd­ir/​Hörður Sveins­son

„Þetta er eitt af þess­um klass­ísku verk­um, snilld­ar­verk­um eða „well-made plays“ eins og svona vel skrifuð hand­rit voru kölluð. Þetta verk fell­ur vel í þá kateg­oríu því text­inn er mjög góður og það er vel upp­byggt en í því er að finna bæði flott­ar per­són­ur og skrýtn­ar,“ seg­ir Hilm­ir Snær.

„Já, og það eru mik­il átök í því en líka húm­or. Þetta er stór og mik­il saga og mikið gæðal­eik­hús því þetta er svo gott verk; text­inn, aðstæðurn­ar og flækj­urn­ar en einnig er mik­il ná­lægð við áhorf­end­ur,“ bæt­ir Ásthild­ur Úa við.

„Akkúrat. Þetta er ein­mitt sett upp þannig að það er hringsvið og við leik­um í miðjunni á meðan áhorf­end­ur sitja all­an hring­inn. Við erum að leika í forn­ald­ar­ar­en­unni og það er ákveðin áskor­un,“ seg­ir Hilm­ir Snær og hlær. „En þetta er svo gott verk, hvert sem litið er. All­ar per­són­ur eru meitlaðar í stein svo þetta er al­veg ofboðslega flott.“

Erfðadeil­ur og sál­ar­flækj­ur

Kött­ur á heitu blikkþaki seg­ir frá því þegar fjöl­skylda ein kem­ur sam­an til að fagna stóraf­mæli föður­ins. Þegar líða fer á kvöldið fer fögnuður­inn þó fljótt að snú­ast upp í and­hverfu sína þar sem erfðadeil­ur, sál­ar­flækj­ur og kyn­ferðis­leg spenna leiða per­són­ur verks­ins á til­finn­inga­leg jarðsprengju­svæði, þar sem bar­átt­an fyr­ir til­ver­unni, frels­inu og sann­leik­an­um tek­ur yfir.

Maggie er ung kona sem elsk­ar eig­in­mann sinn Brick, hinn drykk­fellda son Stóra-Pabba, svo heitt að hún er til­bú­in að leggja allt í söl­urn­ar til að fá ást sína end­ur­goldna, meðal ann­ars með því að beita lyg­um og blekk­ing­um. Þá hef­ur sýn­ing­in aðeins einu sinni áður verið sett upp í at­vinnu­leik­húsi hér­lend­is og var það árið 1997 þegar Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir fór með hlut­verk Maggie og Erl­ing­ur Gísla­son lék páp­ann.

Ásthildur Úa fer með hlutverk kattarins sjálfs, ungrar konu sem …
Ásthild­ur Úa fer með hlut­verk katt­ar­ins sjálfs, ungr­ar konu sem þarf dag­lega að berj­ast fyr­ir lífi sínu. Ljós­mynd/​Hörður Sveins­son

Spurð út í það hvernig þau nálg­ist hlut­verk sín og tak­ist á við túlk­un­ina svar­ar Hilm­ir Snær því til að í hvert sinn sem leik­ari túlki nýja per­sónu sé gott að byrja á því að horfa á og skynja hvert höf­und­ur­inn sé að fara, með því að rýna til dæm­is í text­ann.

„Svo tek­ur maður eitt­hvað frá sjálf­um sér, eitt­hvað frá skáld­inu og eitt­hvað frá leik­stjóra og þannig verður til per­sóna á end­an­um.“ Ásthild­ur Úa kink­ar kolli til samþykk­is og seg­ist ekki geta orðað þetta mikið bet­ur.

„Þetta er ein­mitt svo­lítið púslu­spil og ferli. Það er ekki eitt­hvað eitt sem maður ger­ir alltaf eða ein­hver ein lausn. Ég er sí­fellt að kynn­ast mann­eskj­unni sem ég er að fara að láta renna í gegn­um mig og það er alltaf svo­lítið ferðalag. Maður veit svo ekki alltaf hvenær það smell­ur,“ seg­ir hún.

„Ein­mitt, þetta er púslu­spil og á meðan maður er að flokka hvað maður ætl­ar að nýta og frá hverj­um þá er þetta svo­lítið eins og dótak­ista,“ skýt­ur Hilm­ir Snær inn í.

Þá segj­ast þau hvor­ugt finna fyr­ir auk­inni pressu að fara með hlut­verk í svo þekktu og klass­ísku verki sem sýnt hef­ur verið um all­an heim.

„Nei, alls ekki. Þetta er bara opið til túlk­un­ar,“ seg­ir Hilm­ir Snær og nefn­ir í fram­hald­inu að leik­ar­ar séu í raun eins og túlk­ar. „Maður reyn­ir að láta þetta renna í gegn­um sig eins og maður sjálf­ur er best fær um í hvert skipti.“

Marg­slungn­ar per­són­ur

Verkið ger­ist í suður­ríkj­um Banda­ríkj­anna í kring­um 1950 og hverf­ist sem fyrr seg­ir um fjöl­skyld­una, flækj­ur, deil­ur, þögg­un og lyg­ar, en með önn­ur hlut­verk fara þau Hall­dór Gylfa­son, Há­kon Jó­hann­es­son, Heiðdís Hlyns­dótt­ir, Jör­und­ur Ragn­ars­son, Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir og Sig­urður Ingvars­son.

„Stóri-Pabbi er svona „self-made man“. Maður sem bygg­ir veldi sitt upp frá grunni en svo­leiðis menn eru oft al­veg ofboðslega stolt­ir af sjálf­um sér fyr­ir að hafa komið úr engu og orðið að ein­hverju. Hann er ein­mitt þannig maður og í kring­um hann er fólk sem hon­um finnst kannski ekki al­veg fært um að taka við af sér. Við þekkj­um svona mýt­ur og svona sög­ur, sér­stak­lega frá Am­er­íku þar sem am­er­íski draum­ur­inn lif­ir góðu lífi. Stóri-Pabbi er því sá sem á allt og get­ur allt en svo­leiðis menn verða líka oft spillt­ir,“ út­skýr­ir Hilm­ir Snær og tek­ur fram að per­són­an sé marg­slung­in.

„Hans fortíð er brot­in svo hann er það líka og það er pínu hroki í kall­in­um. Hann er einnig smá bóndi í sér, svona út­hverfagæi, þótt hann sé orðinn fínn háklassamaður.“

Sigurður Ingvarsson og Ásthildur Úa Sigurðardóttir í hlutverkum sínum sem …
Sig­urður Ingvars­son og Ásthild­ur Úa Sig­urðardótt­ir í hlut­verk­um sín­um sem Brick og Maggie. Ljós­mynd/​Hörður Sveins­son

Maggie er hins veg­ar sprott­in úr allt öðru um­hverfi en flest hinna. Hún er alin upp í mik­illi fá­tækt og er því mikið í mun að fá hlut­deild í auðæfum Stóra-Pabba.

„Hún hef­ur ekki fengið allt upp í hend­urn­ar og það er smá götu­stelpa í henni. Hún er alin upp við alkó­hól­isma og hef­ur alltaf þurft að berj­ast fyr­ir lífi sínu. Það bitn­ar svo­lítið á öðru fólki í kring­um hana því fyr­ir vikið veður hún yfir aðra til þess að reyna að bjarga sjálfri sér. Það er auðvitað smá skakkt en eins og fyrr seg­ir bara hluti af því að reyna að halda sér á lífi. Hún er aldrei slök því hún hef­ur aldrei fengið að vera það, hún er alltaf að berj­ast,“ seg­ir Ásthild­ur Úa og Hilm­ir Snær skýt­ur því inn í að margt sé þó líkt með per­són­um þeirra.

„Í grunn­inn er ein­hver streng­ur þarna sem er keim­lík­ur, það eru ein­hver lík­indi þarna á milli þeirra,“ seg­ir hann til út­skýr­ing­ar.

Spurð út í það hvort sýn­ing­in sé á ein­hvern hátt færð inn í ís­lensk­an sam­tíma og aðstæður segja þau svo ekki vera.

„Verkið held­ur sér eins og það er, það ger­ist í am­er­ísku sam­fé­lagi en er þó pínu­lítið tíma­laust. Áhersl­an er sett á mann­eskj­urn­ar og þeirra bar­áttu. Upp­setn­ing­in er því hvorki ís­lensk né banda­rísk held­ur er fókus­inn sett­ur á fólkið.“

Viðtalið í heild sinni birt­ist í Morg­un­blaðinu í gær, föstu­dag­inn 27. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt þér finnist eitt og annað kalla á krafta þína þá skaltu varast að dreifa þeim um of. Meginmarkmið vikunnar er gagnkvæmur stuðningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt þér finnist eitt og annað kalla á krafta þína þá skaltu varast að dreifa þeim um of. Meginmarkmið vikunnar er gagnkvæmur stuðningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf