Geir Ólafs bregður á leik í færeyskri auglýsingu

Lagið nýtur mikilli vinsælda í Færeyjum.
Lagið nýtur mikilli vinsælda í Færeyjum. Skjáskot/Youtube

Söngvarinn Geir Ólafsson, eða Geir Ólafs, brá fyrir í nýrri færeyskri auglýsingu til að auglýsa happdrætti D.A.S. og rifjaði hann þar upp vinsæla jólalagið Jólasveininn kemur í kvöld og flutti það í færeyskri útgáfu.

Um er að ræða endurútgáfu á laginu en hann gaf lagið út í færeyskri útgáfu árið 2008

Í tilkynningu segir að auglýsingin hafi verið hugsuð til að endurvekja Færeyinga í miðakaupum að happdrættinu. D.A.S hóf innreið sína á happdrættismarkað í Færeyjum árið 1995. „Fyrstu árin voru viðtökurnar lygilegar og átti um fjórðungur landsmanna miða í Happdrætti D.A.S., eða um þrettán þúsund manns. Markaðsmálum happdrættisins hefur síðan verið lítið sinnt í Færeyjum og miðaeigendum hefur fækkað,“ segir í tilkynningunni. 

Hugmyndin að auglýsingunni byggir á svokölluðum bindiklúbbi, eða saumaklúbbi eins og við köllum það hér á landi. 

Auglýsingin gengur út á það að sú sem hýsir saumaklúbbinn vill bjóða vinkonum sínum upp á einhverja skemmtun í lok kvöldsins. Þá hringir dyrabjalla og inn kemur Geir Ólafs og syngur jólalagið fræga. 

Sjá má auglýsinguna hér að neðan.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sofia Rutbäck Eriksson