Retro Stefson troðfyllti Hlíðarenda

Hljómsveitin kom saman á ný í fyrsta sinn í átta …
Hljómsveitin kom saman á ný í fyrsta sinn í átta ár. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Retro Stefson tróð upp í fyrsta skipti í átta ár í gær á tónleikum hljómsveitarinnar í N1-höllinni á Hlíðarenda.

Rífandi stemning var meðal tónleikagesta enda hefur mikil eftirvænting verið fyrir endurkomu hljómsveitarinnar.

Það seldist upp á tónleikana og mættu ríflega þrjú þúsund manns. 

Retro Stefson.
Retro Stefson. Ljósmynd/Aðsend

Tónleikagestir á öllum aldri

Tónleikagestir voru á öllum aldri en sá yngsti sem blaðamaður varð var við var barn undir eins árs aldri sem naut sín manna best. 

Hljómsveitin var stofnuð árið 2006 en fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út árið 2008. Hljómsveitin átti farsælan feril en hætti störfum árið 2016. 

Síðan hefur hluti sveitarinnar gefið út tónlist undir sínu eigin nafni líkt og bræðurnir Logi Pedro Stefánsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Á tónleikunum voru því bæði lög sveitarinnar spiluð ásamt lögum frá sólóferli þeirra bræðra.

Landsmenn geta átt von á meiru

Logi segir í samtali við mbl.is að það hafi verið ótrúleg upplifun að koma saman á ný og spila fyrir fjölda fólks. 

Tónleikarnir enduðu á slagaranum Sensai sem er að finna á fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem féll vel í kramið hjá tónleikagestum. 

Glöggir aðdáendur tóku eflaust eftir því að í lok kvöldsins var ýjað að því að von væri á meiru frá hljómsveitinni en á skjám stóð „sjáumst að ári liðnu“. 

„Við erum alla vega mjög opin og spennt fyrir því að gera eitthvað svipað. Það verður bara að koma í ljós hvernig sú útfærsla verður en það var alveg ljóst á tónleikadag að það var mikil eftirspurn eftir miðum og ég held við hefðum geta haldið aðra tónleika,“ segir Logi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård