Stal senunni klæddur upp eins og Buddy

Buddy er orðinn eitthvað þreyttur!
Buddy er orðinn eitthvað þreyttur! Samsett mynd

Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell hefur húmor fyrir sjálfum sér og nýtir hvert einasta tækifæri til að sýna það í verki, líkt og hann gerði á sunnudagskvöldið.

Ferrell var meðal áhorfenda á leik Los Angeles Kings og Philadelphia Flyers á Crypto-leikvangnum í Los Angeles á sunnudag og vakti mikla athygli viðstaddra.

Leikarinn, sem er mikill stuðningsmaður íshokkíliðsins Los Angeles Kings, mætti klæddur upp eins og karakter hans úr kvikmyndinni Elf, Buddy, og fylgdist vel með framvindu leiksins í fullum skrúða.

Ferrell hagaði sér þó ekki líkt og álfurinn Buddy, sem er eins og flestir þekkja spenntur og glaður í lund, heldur var leikarinn eitthvað súr á svip, með sígarettu á milli varanna og bjór í hönd.

Myndskeið af Ferrell úr áhorfendastúkunni hefur farið líkt og eldur í sinu um netheima og vakið mikla lukku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka