Stefán Máni á glæpasögu ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins en hún ber titilinn Dauðinn einn var vitni.
„Þetta er nú krassandi,“ segir Árni Matthíasson í Dagmálum. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson, rauðhærði risinn, er sem fyrr í aðalhlutverki en þessi bók er að mati Árna sérstaklega vel upp byggð.
„Mér finnst þetta gríðarlega vel gert hjá honum,“ segir Árni en nefnir þó að blóðbaðið hafi verið heldur mikið fyrir hans smekk.
Rýnar blaðsins tóku tvær aðrar glæpasögur fyrir auk fjölda annarra bóka í áramótauppgjörsþætti í Dagmálum.