Samkomulag um skilnað í höfn

Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig árið 2014.
Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig árið 2014. MARK RALSTON

Stór­stjörn­urn­ar Ang­el­ina Jolie og Brad Pitt hafa loks náð sam­komu­lagi um skilnað eft­ir átta ára deil­ur, að sögn lög­manna Jolie.

Jolie og Pitt giftu sig árið 2014 og eiga sex börn. Jolie fór fram á skilnaðinn árið 2016. Hún sakaði Pitt um að hafa beitt sig og tvö börn þeirra of­beldi í einkaþotu það árið.

Pitt var ekki ákærður í kjöl­far lög­reglu­rann­sókn­ar og hef­ur neitað ásök­un­um. Lög­menn hans hafa ekki tjáð sig um skilnaðinn.

Greina á um for­sjá barn­anna og vín­ekru

Þá hafa Jolie og Pitt átt í for­sjár­deilu síðustu mánuði eft­ir að þau greindu frá skilnaði sín­um.

Það er óvíst hvort sam­komu­lagið um skilnaðinn bindi enda á ann­an ágrein­ing þeirra um frönsku vín­ekruna Chateu Mira­val. Þau keyptu vín­ekruna árið 2008 og héldu þau brúðkaupið sitt þar.

Árið 2022 sakaði Pitt Jolie um að hafa selt rúss­neska ólíg­ark­in­um Yuri Shefler hlut sinn í eign­inni án hans vit­und­ar. Jolie tjáði sig ekki mála­ferl­in á þess­um tíma.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Óvænt hugmynd kviknar við samtal eða innblástur úr ólíkum áttum. Ekki afskrifa það sem fyrst virðist skrítið. Þar gæti falist lykill að nýrri nálgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Óvænt hugmynd kviknar við samtal eða innblástur úr ólíkum áttum. Ekki afskrifa það sem fyrst virðist skrítið. Þar gæti falist lykill að nýrri nálgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir