Sánchez sæt og seiðandi inn í nýja árið

Lauren Sánchez tók snúning aftur til tíunda áratugarins á gamlárskvöld.
Lauren Sánchez tók snúning aftur til tíunda áratugarins á gamlárskvöld. Skjáskot/Instagram

Þyrluflugmaðurinn og rithöfundurinn, Lauren Sánchez, deildi færslu á Instagram 31. desember þar sem hún afhjúpaði nýjan háralit. Á myndinni er að sjá að Sánchez hefur skipt út svarta litnum fyrir ljósari lokka. 

Hárstílistinn Pete Burkill, sem hefur unnið með Megan Fox og Katy Perry, á heiðurinn af tíunda áratugarútliti Sánchez. 

Í færslunni sagðist Sánchez full tilhlökkunar fyrir nýja árinu og óskaði fylgjendum sínum gleðilegs nýs árs. 

Ekki nóg með nýja hárið heldur klæðist Sánchez stuttum og ermalausum gulum kjól á myndinni, með gyllta hringi í eyrunum og léttan farða, löng augnahár og mjúkar, glansandi varir.

Kris Jenner, móðir þeirra Kardashian-systra og góð vinkona Sánchez, skrifaði „glæsileg“ í athugasemd við færsluna.

Sánchez hefur fagnað ótal áföngum á árinu, allt frá að hafa skrifað fyrstu barnabókina The Fly Who Flew to Space yfir í að fylgjast með syni sínum, Nikko Gonzalez, stíga fyrstu skrefin í tískuheiminum þegar hann gekk pallinn fyrir Dolce & Gabbana. 

Sánchez er í sambandi með stofnanda Amazon, Jeff Bezos, en þau trúlofuðu sig í maí 2023. Ekkert hefur þó spurst til brúðkaupsins þótt margar getgátur hafi verið á lofti um það. Ljóst er að einhver bið er eftir því og bíða margir með óþreyju.

Þau Sánchez og Bezos virðast ástfangin upp fyrir haus, trúlofuðu …
Þau Sánchez og Bezos virðast ástfangin upp fyrir haus, trúlofuðu sig í fyrra en forvitnir bíða enn eftir brúðkaupi. Skjáskot/Instagram

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir