Sánchez sæt og seiðandi inn í nýja árið

Lauren Sánchez tók snúning aftur til tíunda áratugarins á gamlárskvöld.
Lauren Sánchez tók snúning aftur til tíunda áratugarins á gamlárskvöld. Skjáskot/Instagram

Þyrluflugmaður­inn og rit­höf­und­ur­inn, Lauren Sánchez, deildi færslu á In­sta­gram 31. des­em­ber þar sem hún af­hjúpaði nýj­an háralit. Á mynd­inni er að sjá að Sánchez hef­ur skipt út svarta litn­um fyr­ir ljós­ari lokka. 

Hárstílist­inn Pete Burk­ill, sem hef­ur unnið með Meg­an Fox og Katy Perry, á heiður­inn af tí­unda ára­tugar­út­liti Sánchez. 

Í færsl­unni sagðist Sánchez full til­hlökk­un­ar fyr­ir nýja ár­inu og óskaði fylgj­end­um sín­um gleðilegs nýs árs. 

Ekki nóg með nýja hárið held­ur klæðist Sánchez stutt­um og erma­laus­um gul­um kjól á mynd­inni, með gyllta hringi í eyr­un­um og létt­an farða, löng augna­hár og mjúk­ar, glans­andi var­ir.

Kris Jenner, móðir þeirra Kar­dashi­an-systra og góð vin­kona Sánchez, skrifaði „glæsi­leg“ í at­huga­semd við færsl­una.

Sánchez hef­ur fagnað ótal áföng­um á ár­inu, allt frá að hafa skrifað fyrstu barna­bók­ina The Fly Who Flew to Space yfir í að fylgj­ast með syni sín­um, Nik­ko Gonza­lez, stíga fyrstu skref­in í tísku­heim­in­um þegar hann gekk pall­inn fyr­ir Dolce & Gabb­ana. 

Sánchez er í sam­bandi með stofn­anda Amazon, Jeff Bezos, en þau trú­lofuðu sig í maí 2023. Ekk­ert hef­ur þó spurst til brúðkaups­ins þótt marg­ar get­gát­ur hafi verið á lofti um það. Ljóst er að ein­hver bið er eft­ir því og bíða marg­ir með óþreyju.

Þau Sánchez og Bezos virðast ástfangin upp fyrir haus, trúlofuðu …
Þau Sánchez og Bezos virðast ást­fang­in upp fyr­ir haus, trú­lofuðu sig í fyrra en for­vitn­ir bíða enn eft­ir brúðkaupi. Skjá­skot/​In­sta­gram

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Ró og kyrrð hjálpa þér að sjá skýrar. Ekki láta utanaðkomandi áreiti trufla þig. Með innri festu geturðu tekið ákvarðanir sem leiða til aukins jafnvægis.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Ró og kyrrð hjálpa þér að sjá skýrar. Ekki láta utanaðkomandi áreiti trufla þig. Með innri festu geturðu tekið ákvarðanir sem leiða til aukins jafnvægis.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir