Sánchez sæt og seiðandi inn í nýja árið

Lauren Sánchez tók snúning aftur til tíunda áratugarins á gamlárskvöld.
Lauren Sánchez tók snúning aftur til tíunda áratugarins á gamlárskvöld. Skjáskot/Instagram

Þyrluflugmaður­inn og rit­höf­und­ur­inn, Lauren Sánchez, deildi færslu á In­sta­gram 31. des­em­ber þar sem hún af­hjúpaði nýj­an háralit. Á mynd­inni er að sjá að Sánchez hef­ur skipt út svarta litn­um fyr­ir ljós­ari lokka. 

Hárstílist­inn Pete Burk­ill, sem hef­ur unnið með Meg­an Fox og Katy Perry, á heiður­inn af tí­unda ára­tugar­út­liti Sánchez. 

Í færsl­unni sagðist Sánchez full til­hlökk­un­ar fyr­ir nýja ár­inu og óskaði fylgj­end­um sín­um gleðilegs nýs árs. 

Ekki nóg með nýja hárið held­ur klæðist Sánchez stutt­um og erma­laus­um gul­um kjól á mynd­inni, með gyllta hringi í eyr­un­um og létt­an farða, löng augna­hár og mjúk­ar, glans­andi var­ir.

Kris Jenner, móðir þeirra Kar­dashi­an-systra og góð vin­kona Sánchez, skrifaði „glæsi­leg“ í at­huga­semd við færsl­una.

Sánchez hef­ur fagnað ótal áföng­um á ár­inu, allt frá að hafa skrifað fyrstu barna­bók­ina The Fly Who Flew to Space yfir í að fylgj­ast með syni sín­um, Nik­ko Gonza­lez, stíga fyrstu skref­in í tísku­heim­in­um þegar hann gekk pall­inn fyr­ir Dolce & Gabb­ana. 

Sánchez er í sam­bandi með stofn­anda Amazon, Jeff Bezos, en þau trú­lofuðu sig í maí 2023. Ekk­ert hef­ur þó spurst til brúðkaups­ins þótt marg­ar get­gát­ur hafi verið á lofti um það. Ljóst er að ein­hver bið er eft­ir því og bíða marg­ir með óþreyju.

Þau Sánchez og Bezos virðast ástfangin upp fyrir haus, trúlofuðu …
Þau Sánchez og Bezos virðast ást­fang­in upp fyr­ir haus, trú­lofuðu sig í fyrra en for­vitn­ir bíða enn eft­ir brúðkaupi. Skjá­skot/​In­sta­gram

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Fólk sem virðist vera við stjórnvölinn, er það í rauninni ekki og sá sem er neðarlega í virðingarstiganum, gæti reyndar verið með öll tromp á hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Fólk sem virðist vera við stjórnvölinn, er það í rauninni ekki og sá sem er neðarlega í virðingarstiganum, gæti reyndar verið með öll tromp á hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver