Íslenskar stjörnur rifja upp hápunkta 2024

Stjörnurnar rifjuðu upp árið 2024.
Stjörnurnar rifjuðu upp árið 2024. Samsett mynd

Fjölmargar íslenskar stjörnur hafa deilt skemmtilegum færslum á Instagram-síðum sínum síðustu daga og rifjað upp hápunkta og örfáa lágpunkta ársins sem við kvöddum með stæl á þriðjudag. 

Hélt upp á 30 ára afmæli!

Ástrós Traustadóttir, dansari, áhrifavaldur og meðlimur LXS-hópsins, var dugleg að festa alls konar augnablik á filmu og sýndi meðal annars frá ferðalögum sínum, fjölskyldulífinu og 30 ára afmælisfögnuði.

Margir draumar rættust!

Guðrún Helga Sörtveit, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, átti viðburðarríkt ár og tók saman það helsta í skemmtilegri færslu. Hápunktur ársins var útgáfa bókarinnar Fyrsta árið.

Eintóm gleði og hamingja!

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir deildi vídeódagbók með fylgjendum sínum og greindi frá því helsta sem einkenndi árið 2024. Hápunktarnir voru margir en það sem toppaði árið var þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Tanja Ýr á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Ryan Amor á næstu vikum. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Stjörnulíf!

Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, átti fantagott ár. Hann fór meðal annars með hlutverk í erlendri kvikmynd, gerði allt vitlaust með strákahljómsveitinni IceGuys og ferðaðist vítt og breitt um heiminn. 

Lærdómsríkt ár!

Árið 2024 var krefjandi og lærdómsríkt fyrir Guðmund Emil Jóhannsson, einkaþjálfara og áhrifavald. Hann var duglegur að sýna frá heilsuferðalagi sínu á samfélagsmiðlum og vakti þjóðarathygli í september þegar hann gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi á svokölluðu sveppaferðalagi.

Brallaði ýmislegt á árinu!

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, sleikti sólina á Ítalíu, kynnti sér nýjustu tískustraumana í New York og skipti á töskum við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, en það er bara brotabrot.

Sólríkt ár!

Brynhildur Gunnlaugsdóttir elti sólina á síðasta ári og nældi sér í lit á kroppinn.

Ár umbreytinga!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra átti viðburðarríkt ár. Hún fékk tækifæri til að klára stór verkefni, fræðast um starfsemi og fyrirtæki um land allt og endaði árið á því að afhenda Loga Einarssyni lyklana að ráðuneytinu.

Ógleymanlegir lokatónleikar!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir átti eftirminnilegt ár. Hún lærði margt um sjálfa sig, lífið og það sem skiptir mestu máli. Það sem stóð upp voru kveðjutónleikar Jólagesta Björgvins í desember. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Fjölskyldan stækkaði!

Afreksíþróttakonan Annie Mist Þórisdóttir átti einstakt ár. Hún eignaðist sitt annað barn, setti á laggirnar fyrirtæki ásamt góðvinkonu sinni Katrínu Tönju Davíðsdóttur, flutti í nýtt hús og átti dýrmætar stundir í faðmi fjölskyldunnar.

Þriðja dóttirin kom í heiminn!

Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups og matargyðja, sýndi frá hápunktum ársins með skemmtilegri vídeódagbók. Hápunktur ársins var fæðing þriðju dóttur hennar og Har­aldar Haraldssonar, deild­ar­stjóra Icelanda­ir Cargo. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir