Íslenskar stjörnur rifja upp hápunkta 2024

Stjörnurnar rifjuðu upp árið 2024.
Stjörnurnar rifjuðu upp árið 2024. Samsett mynd

Fjöl­marg­ar ís­lensk­ar stjörn­ur hafa deilt skemmti­leg­um færsl­um á In­sta­gram-síðum sín­um síðustu daga og rifjað upp hápunkta og ör­fáa lág­punkta árs­ins sem við kvödd­um með stæl á þriðju­dag. 

Hélt upp á 30 ára af­mæli!

Ástrós Trausta­dótt­ir, dans­ari, áhrifa­vald­ur og meðlim­ur LXS-hóps­ins, var dug­leg að festa alls kon­ar augna­blik á filmu og sýndi meðal ann­ars frá ferðalög­um sín­um, fjöl­skyldu­líf­inu og 30 ára af­mæl­is­fögnuði.

Marg­ir draum­ar rætt­ust!

Guðrún Helga Sörtveit, förðun­ar­fræðing­ur og áhrifa­vald­ur, átti viðburðarríkt ár og tók sam­an það helsta í skemmti­legri færslu. Hápunkt­ur árs­ins var út­gáfa bók­ar­inn­ar Fyrsta árið.

Ein­tóm gleði og ham­ingja!

At­hafna­kon­an og áhrifa­vald­ur­inn Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir deildi víd­eódag­bók með fylgj­end­um sín­um og greindi frá því helsta sem ein­kenndi árið 2024. Hápunkt­arn­ir voru marg­ir en það sem toppaði árið var þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Tanja Ýr á von á sínu fyrsta barni með kær­asta sín­um Ryan Amor á næstu vik­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Stjörnu­líf!

Rúrik Gísla­son, tón­list­armaður, leik­ari og fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður, átti fantag­ott ár. Hann fór meðal ann­ars með hlut­verk í er­lendri kvik­mynd, gerði allt vit­laust með stráka­hljóm­sveit­inni IceGuys og ferðaðist vítt og breitt um heim­inn. 

Lær­dóms­ríkt ár!

Árið 2024 var krefj­andi og lær­dóms­ríkt fyr­ir Guðmund Emil Jó­hanns­son, einkaþjálf­ara og áhrifa­vald. Hann var dug­leg­ur að sýna frá heilsu­ferðalagi sínu á sam­fé­lags­miðlum og vakti þjóðar­at­hygli í sept­em­ber þegar hann gekk nak­inn eft­ir Suður­lands­vegi á svo­kölluðu sveppa­ferðalagi.

Brallaði ým­is­legt á ár­inu!

Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, jafn­an kallaður Gummi kíró, sleikti sól­ina á Ítal­íu, kynnti sér nýj­ustu tísku­straum­ana í New York og skipti á tösk­um við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands, en það er bara brota­brot.

Sól­ríkt ár!

Bryn­hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir elti sól­ina á síðasta ári og nældi sér í lit á kropp­inn.

Ár umbreyt­inga!

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir fyrr­ver­andi há­skóla-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra átti viðburðarríkt ár. Hún fékk tæki­færi til að klára stór verk­efni, fræðast um starf­semi og fyr­ir­tæki um land allt og endaði árið á því að af­henda Loga Ein­ars­syni lykl­ana að ráðuneyt­inu.

Ógleym­an­leg­ir loka­tón­leik­ar!

Söng­kon­an Svala Björg­vins­dótt­ir átti eft­ir­minni­legt ár. Hún lærði margt um sjálfa sig, lífið og það sem skipt­ir mestu máli. Það sem stóð upp voru kveðju­tón­leik­ar Jóla­gesta Björg­vins í des­em­ber. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Fjöl­skyld­an stækkaði!

Af­reksíþrótta­kon­an Annie Mist Þóris­dótt­ir átti ein­stakt ár. Hún eignaðist sitt annað barn, setti á lagg­irn­ar fyr­ir­tæki ásamt góðvin­konu sinni Katrínu Tönju Davíðsdótt­ur, flutti í nýtt hús og átti dýr­mæt­ar stund­ir í faðmi fjöl­skyld­unn­ar.

Þriðja dótt­ir­in kom í heim­inn!

Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups og mat­argyðja, sýndi frá hápunkt­um árs­ins með skemmti­legri víd­eódag­bók. Hápunkt­ur árs­ins var fæðing þriðju dótt­ur henn­ar og Har­ald­ar Har­alds­son­ar, deild­ar­stjóra Icelanda­ir Cargo. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er erfitt fyrir þig að gera þér upp áhuga þegar þú hefur hann ekki. Brjóttu málin til mergjar og leystu þau svo eitt af öðru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er erfitt fyrir þig að gera þér upp áhuga þegar þú hefur hann ekki. Brjóttu málin til mergjar og leystu þau svo eitt af öðru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg