Setti kærustu eiginmannsins skýr mörk

Charles og Karen Spencer meðan allt lék í lyndi.
Charles og Karen Spencer meðan allt lék í lyndi. GARETH FULLER

Kar­en Spencer her­togynja setti kær­ustu eig­in­manns síns ákveðin mörk meðan skilnaður­inn var ekki geng­inn í gegn að fullu. Her­togynj­an bjó enn með eig­in­manni sín­um og vildi síður þurfa að rek­ast á kær­ustu hans á land­ar­eign­inni.

Þetta kem­ur fram í skilnaðarskjöl­um hjón­anna sem tíma­ritið Hello birt­ir. Í skjöl­un­um er til dæm­is vitnað í tölvu­póst sem her­togynj­an send­ir kær­ust­unni sem heit­ir Cat Jarm­an.

„Ég er ekki viss hvað Char­les hef­ur sagt þér en ég vil ekki að þú sért hér í Alt­horp á meðan ég bý hér enn. Þar dreg ég lín­una og bið þig um að virða þessi mörk. Það er ekki sann­gjarnt gagn­vart mér eða dótt­ur minni. Þá er ekki hægt að ætl­ast til þess að starfs­fólkið okk­ar, sem er í öng­um sín­um yfir þess­um skilnaðarfrétt­um, þjóni hjá­konu Char­les. Það er bara of stór bón til þess að verða við,“ skrif­ar Kar­en Spencer til Cat Jarm­an.

Spencer þurfti að búa með eig­in­manni sín­um því það reynd­ist henni erfitt að finna viðeig­andi hús­næði. Hún deildi raun­um sín­um á sam­fé­lags­miðlum:

„Það hef­ur verið erfitt að finna skamm­tíma­leigu­hús­næði þar sem maður get­ur verið með sjö hesta, tvær kind­ur, fjóra ketti og hund. En með aðstoð góðra vina þá hef­ur mér tek­ist að finna eitt hús. Þetta hef­ur verið erfiður tími en líka tími mik­ils kær­leika. Ég veit ekki ná­kvæm­lega hvenær ég flyt en tím­inn nálg­ast.“

Spencer hjón­in voru gift í 13 ár en Char­les Spencer kynnt­ist Cat Jarm­an árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sjálfstraust þitt er í miklum blóma því starf þitt skilar þeim árangri sem þú ætlaðir. Ekki hika við að hrinda hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sjálfstraust þitt er í miklum blóma því starf þitt skilar þeim árangri sem þú ætlaðir. Ekki hika við að hrinda hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf