„Þetta er ófyrirgefanlegt“

Ólafur Darri Ólafsson er einn fremsti leikari landsins og þótt víðar væri leitað. Ólafur Darri er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum en þar ræða þau farsælan leikaraferil hans sem byrjaði í Borgarleikhúsinu en færðist svo yfir á hvíta tjaldið í Hollywood. Þar hefur Ólafur Darri farið með himinskautum og hlotið hvert stórhlutverkið á fætur öðru í kvikmyndaheiminum.

Í þættinum rifjar hann upp gömlu góðu leikhúsárin sem reyndar enduðu ekki á þann veg sem hann hafði séð fyrir sér.

„Við vorum öll rekin og við vorum öll rekin á síðasta degi mánaðarins,“ segir Ólafur Darri. „Það var eins illa að þessu staðið og hægt var.“

Þáverandi leikhússtjóri hafði þá boðað Ólaf Darra á fund og sagt honum og öðrum landsþekktum leikurum upp starfinu rétt fyrir sýningu á leikritinu Beðið eftir Godot í uppsetningu Borgarleikhússins hér um árið.

„Þegar maður hugsar til baka þá hugsar maður bara að það að mönnum hafi dottið þetta í hug að gera þetta svona það er ófyrirgefanlegt,“ lýsir Ólafur Darri í meðfylgjandi myndskeiði en viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir