Heitasta parið í Hollywood hætt saman

Kaia Gerber og Austin Butler.
Kaia Gerber og Austin Butler. Ljósmynd/AFP

Leikarinn Austin Butler og fyrirsætan Kaia Gerber, dóttir ­of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Cin­dy Craw­ford og viðskipta­jöf­urs­ins Rande Ger­ber, eru hætt saman eftir þriggja ára samband.

Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur frá tíðindunum í gærdag.

Heimildarmaður slúðurmiðilsins sem þekkir vel til parsins segir að sambandið hafa einfaldlega fjarað út í lok síðasta árs.

Gerber, sem er 23 ára, fagnaði áramótunum í faðmi fjölskyldu sinnar í Nýju-Mexíkó og var Butler, 33 ára, hvergi sjáanlegur.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gerber átt í ástarsamböndum við nokkra þekkta einstaklinga og má þar nefna fyrirsætuna Cöru Delevingne og leikarann Jacob Elordi.

Butler, sem vakti heimsathygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Elvis, átti í langtímasambandi við leikkonuna Vanessu Hudgens áður en hann tók saman við Gerber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir