Heitasta parið í Hollywood hætt saman

Kaia Gerber og Austin Butler.
Kaia Gerber og Austin Butler. Ljósmynd/AFP

Leik­ar­inn Aust­in Butler og fyr­ir­sæt­an Kaia Ger­ber, dótt­ir ­of­ur­fyr­ir­sæt­unn­ar Cin­dy Craw­ford og viðskipta­jöf­urs­ins Rande Ger­ber, eru hætt sam­an eft­ir þriggja ára sam­band.

Slúðurmiðill­inn TMZ greindi fyrst­ur frá tíðind­un­um í gær­dag.

Heim­ild­armaður slúðurmiðils­ins sem þekk­ir vel til pars­ins seg­ir að sam­bandið hafa ein­fald­lega fjarað út í lok síðasta árs.

Ger­ber, sem er 23 ára, fagnaði ára­mót­un­um í faðmi fjöl­skyldu sinn­ar í Nýju-Mexí­kó og var Butler, 33 ára, hvergi sjá­an­leg­ur.

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur Ger­ber átt í ástar­sam­bönd­um við nokkra þekkta ein­stak­linga og má þar nefna fyr­ir­sæt­una Cöru Deleving­ne og leik­ar­ann Jacob El­ordi.

Butler, sem vakti heims­at­hygli fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni El­vis, átti í lang­tíma­sam­bandi við leik­kon­una Vanessu Hudgens áður en hann tók sam­an við Ger­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Mundu að þú þarft að hafa góð áhrif á aðra ekki síður en aðrir á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Mundu að þú þarft að hafa góð áhrif á aðra ekki síður en aðrir á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir