Hollywood-stjörnur missa heimili sín

Fjölmargar stjörnur eru búsettar í hverfinu þar sem eldurinn kom …
Fjölmargar stjörnur eru búsettar í hverfinu þar sem eldurinn kom fyrst upp. Samsett mynd

Fjölmargar stjörnur Hollywood hafa misst heimili sín sökum gróðurelda í úthverfi Los Angeles-borgar í Kaliforníu. 

Eldur kviknaði í bakgarði íbúðarhúsnæðis í Palisades-hverfi Los Angeles í gærmorgun og breiddi úr sér á ógnarhraða vegna mikils vinds og þurrks í borginni.

Fjölmargar stjörnur eru búsettar í Palisades-hverfi og hafa margar þeirra þurft að yfirgefa heimili sín á meðan aðrar hafa misst heimili sín í eldsvoðanum. 

Á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín eru hjónin Adam Brody og Leighton Meester.

Þau eru búsett í Palisades-hverfi og hefur heimili þeirra brunnið til kaldra kola. Sömuleiðis hefur eldsvoðinn eyðilagt heimili leikkonunnar Anna Faris, að því er TMZ greinir frá. 

Heimili brenna til kaldra kola í Los Angeles-borg.
Heimili brenna til kaldra kola í Los Angeles-borg. AFP/Robyn Beck

„Þakklátur fyrir öll árin og minningarnar“

Raunveruleikastjarnan Spencer Pratt deildi því á samfélagsmiðlum að hann og eiginkona hans, Heidi Montag, hefðu misst heimili sitt í eldsvoðanum. 

„Ég sá eitt jákvætt þegar ég horfði á heimili okkar brenna. Það var að rúm sonar okkar brann í formi hjarta sem sýnir hversu mikil ást var á heimilinu. Ég er þakklátur fyrir öll árin og minningarnar þar með fjölskyldunni okkar,“ skrifaði Pratt við færsluna.

Leikarinn Cameron Mathison deildi einnig á Instagram myndskeiði þar sem sjá má rústir heimilis hans eftir eldsvoðann. 

„Þetta er það sem er eftir af fallega heimilinu okkar. Heimilið þar sem við ólum upp börnin okkar og þau gerðu sér vonir um að ala upp sín eigin,“ skrifaði Mathison meðal annars við færsluna.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir