Plata Báru valin með þeim markverðustu hjá The New Yorker

Bára Gísladóttir hefur vakið ómælda athygli fyrir tónverk sín.
Bára Gísladóttir hefur vakið ómælda athygli fyrir tónverk sín. Ljósmynd/Anna Maggý

Platan Orchestral Works með verkum tónskáldsins Báru Gísladóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, undir stjórn Evu Ollikainen, og Báru hefur verið valin ein af 15 markverðustu plötum ársins hjá The New Yorker.

Platan var einnig valin plata ársins 2024 á sviði nútímatónlistar í Morgunblaðinu.

„Og ótrúleg plata. Nema hvað. Bára er á öðru stigi. Ég er vissulega algjör „fanboy“ eins og sagt er og vitna því hér með í sjálfan mig. Þetta er lítillega umorðað og tekið úr skrifum mínum um verk hennar Víddir: „Í gegnum tónlist Báru hef ég upplifað slíkar drunur, hávaða og brjálæði að ég er ekki bara kominn á bríkina, ég er búinn að naga af mér allar neglurnar líka! En um leið – og hér er þessi óskapagaldur – finn ég svo djúpa og gegnheila fegurð að ég klökkna. Fegurðin er svo umlykjandi, svo sönn og svo stingandi að ég græt,“ skrifaði Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur í gagnrýni sinni sem birtist þann 14. september í fyrra í Morgunblaðinu.

Bára er íslenskt tónskáld og kontrabassaleikari með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Bára hefur vakið ómælda athygli fyrir nýstárlega og djörf tónverk sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir