Plata Báru valin með þeim markverðustu hjá The New Yorker

Bára Gísladóttir hefur vakið ómælda athygli fyrir tónverk sín.
Bára Gísladóttir hefur vakið ómælda athygli fyrir tónverk sín. Ljósmynd/Anna Maggý

Plat­an Orchestr­al Works með verk­um tón­skálds­ins Báru Gísla­dótt­ur í flutn­ingi Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, und­ir stjórn Evu Ollikain­en, og Báru hef­ur verið val­in ein af 15 markverðustu plöt­um árs­ins hjá The New Yor­ker.

Plat­an var einnig val­in plata árs­ins 2024 á sviði nú­tíma­tón­list­ar í Morg­un­blaðinu.

„Og ótrú­leg plata. Nema hvað. Bára er á öðru stigi. Ég er vissu­lega al­gjör „fan­boy“ eins og sagt er og vitna því hér með í sjálf­an mig. Þetta er lít­il­lega umorðað og tekið úr skrif­um mín­um um verk henn­ar Vídd­ir: „Í gegn­um tónlist Báru hef ég upp­lifað slík­ar drun­ur, hávaða og brjálæði að ég er ekki bara kom­inn á brík­ina, ég er bú­inn að naga af mér all­ar negl­urn­ar líka! En um leið – og hér er þessi óskapagald­ur – finn ég svo djúpa og gegn­heila feg­urð að ég klökkna. Feg­urðin er svo um­lykj­andi, svo sönn og svo sting­andi að ég græt,“ skrifaði Arn­ar Eggert Thorodd­sen popp­fræðing­ur í gagn­rýni sinni sem birt­ist þann 14. sept­em­ber í fyrra í Morg­un­blaðinu.

Bára er ís­lenskt tón­skáld og kontrabassa­leik­ari með aðset­ur í Kaup­manna­höfn. Hún nam tón­smíðar við Lista­há­skóla Íslands, Ver­di Aka­demí­una í Mílanó og Kon­ung­legu tón­list­araka­demí­una í Kaup­manna­höfn. Bára hef­ur vakið ómælda at­hygli fyr­ir ný­stár­lega og djörf tón­verk sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Verkefni dagsins krefjast skipulags og staðfestu. Ekki týna þér í smáatriðum. Með markvissum skrefum geturðu náð langt. Haltu fókus og forgangsraðaðu skynsamlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Verkefni dagsins krefjast skipulags og staðfestu. Ekki týna þér í smáatriðum. Með markvissum skrefum geturðu náð langt. Haltu fókus og forgangsraðaðu skynsamlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir