Plata Báru valin með þeim markverðustu hjá The New Yorker

Bára Gísladóttir hefur vakið ómælda athygli fyrir tónverk sín.
Bára Gísladóttir hefur vakið ómælda athygli fyrir tónverk sín. Ljósmynd/Anna Maggý

Platan Orchestral Works með verkum tónskáldsins Báru Gísladóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, undir stjórn Evu Ollikainen, og Báru hefur verið valin ein af 15 markverðustu plötum ársins hjá The New Yorker.

Platan var einnig valin plata ársins 2024 á sviði nútímatónlistar í Morgunblaðinu.

„Og ótrúleg plata. Nema hvað. Bára er á öðru stigi. Ég er vissulega algjör „fanboy“ eins og sagt er og vitna því hér með í sjálfan mig. Þetta er lítillega umorðað og tekið úr skrifum mínum um verk hennar Víddir: „Í gegnum tónlist Báru hef ég upplifað slíkar drunur, hávaða og brjálæði að ég er ekki bara kominn á bríkina, ég er búinn að naga af mér allar neglurnar líka! En um leið – og hér er þessi óskapagaldur – finn ég svo djúpa og gegnheila fegurð að ég klökkna. Fegurðin er svo umlykjandi, svo sönn og svo stingandi að ég græt,“ skrifaði Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur í gagnrýni sinni sem birtist þann 14. september í fyrra í Morgunblaðinu.

Bára er íslenskt tónskáld og kontrabassaleikari með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Bára hefur vakið ómælda athygli fyrir nýstárlega og djörf tónverk sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant