Skellti sér í spandexgallann 40 árum eftir frumsýningu

Curtis skellti sér aftur í spandex-gallann 40 árum síðar.
Curtis skellti sér aftur í spandex-gallann 40 árum síðar. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Jamie Lee Curtis endurgerði frægt dansatriði úr kvikmyndinni Perfect frá árinu 1985 ásamt spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon nú á dögunum.

Curtis, sem fór með annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni, skellti sér í spandexgallann og rifjaði upp eróbik-taktana fyrir gríninnslag sem sýnt var í spjallþætti Fallon, sem sjálfur hermdi eftir töktum stórleikarans John Travolta, en sá lék á móti Curtis í Perfect.

Leikkonan, sem er 66 ára og í þrusuformi, var gestur í þætti Fallon í gærkvöldi og ræddi meðal annars um nýjustu kvikmynd sína, The Last Showgirl.

Fallon, þekktur fyrir eftirhermur sínar af ýmsum þekktum mönnum, deildi myndskeiðinu á Instagram-síðu sinni í gærdag og vakti það mikla lukku hjá netverjum. Þegar þetta er skrifað hafa tæp­lega 700 þúsund manns líkað við færsl­una og fjöldi fólks, þar á meðal leikkonan Lindsay Lohan, hefur ritað athugasemdir við færsluna. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir