Skilja eftir 17 ára hjónaband

Hjónin gengu rauða dregilinn á viðburði Baby2Baby í byrjun nóvember.
Hjónin gengu rauða dregilinn á viðburði Baby2Baby í byrjun nóvember. Ljósmynd/AFP

Leikkonan Jessica Alba og eiginmaður hennar, kvikmyndaframleiðandinn Cash Warren, hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir 17 ára hjónaband.

Frá þessu var greint á vefsíðu bandaríska slúðurmiðilsins TMZ í gærdag.  

Ástæða skilnaðarins er óljós en heimildarmaður TMZ sagði að hjónin hefðu einfaldlega þroskast hvort í sína áttina og að ástarblossinn hefði fjarað út.

Alba og Warren kynntust á tökusetti kvikmyndarinnar Fantastic Four árið 2004 og gengu í hjónaband fjórum árum síðar.

Þau eiga saman þrjú börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 7 til 16 ára, Honor, Haven og Hayes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Loka