„Það hefði örugglega verið minn banabiti“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Síðustu ár hafa mörg augu verið á leik­ar­an­um Ólafi Darra Ólafs­syni. Ekki ein­ung­is hér á landi held­ur hef­ur öll heims­byggðin fengið tæki­færi til að fylgj­ast með glæst­um leik­ferli hans á hvíta tjald­inu. Þar hef­ur hann sést bregða fyr­ir í hinum ýmsu hlut­verk­um hvort tveggja í kvik­mynd­um og þáttaserí­um.  

    Þrátt fyr­ir að frægðarför Ólafs Darra nái langt fyr­ir utan land­stein­ana fylg­ir hon­um alltaf sama hlýj­an, hóg­værðin og hlé­drægn­in. Hann er jarðbund­inn með ein­dæm­um og virðist ekk­ert sér­stak­lega upp­num­inn af frægðinni. 

    „Maður á alltaf að hugsa um sig sem eitt af tann­hjól­un­um í risa­stórri vél,“ seg­ir Ólaf­ur Darri sem hef­ur til­einkað sér þann hugs­un­ar­hátt að leik­list­in sé hluti af liðsheild, sama hvort um ein­leik sé að ræða eða ekki.

    „Leik­list­in er alltaf liðsíþrótt. Þó þú sért að gera ein­leik þá er ein­leik­ur ekki neitt án þessa eina áhorf­anda sem að þarf að vera þannig að ein­hver sé að horfa. Það er alltaf um fleiri en eina mann­eskju að ræða inni í her­berg­inu,“ lýs­ir hann.

    Þakk­lát­ur ör­lög­um sín­um

    „Ég hef á mín­um 25 ára ferli horft upp á svo marga frá­bæra leik­ara sem hafa ekki fengið að njóta þess hversu góðir þeir eru,“ seg­ir Ólaf­ur Darri sem mæl­ir með því að leik­ar­ar á frama­braut hugsi um fer­il sinn sem eitt og eitt skref í átt að loka­tak­mark­inu. 

    Hann seg­ir tæki­færi sem leik­ur­um gef­ast oft geta ráðist af al­gjör­um smá­atriðum sem í mörg­um til­fell­um hafa ekk­ert að gera með hæfni þeirra eða eig­in­leika. Held­ur séu það oft aðrir ut­anaðkom­andi þætt­ir sem geta ráðið för. 

    „Ég trúi því sterkt að maður eigi að hugsa sinn fer­il sem mörg, mörg skref. Því ég veit til dæm­is að ef ég hefði fengið eitt­hvað risa­hlut­verk í byrj­un míns fer­ils og fengið eitt­hvað svona „stjarna er fædd“ að þá hefði það ör­ugg­lega verið minn bana­biti,“ seg­ir hann með þakk­læti í brjósti yfir ör­lög­um sín­um.

    „Ég var svo hepp­inn að hafa verið um­kringd­ur vel­viljuðu fólki sem sá í mér ein­hvern neista eða eitt­hvað sem það gat notað mig í. Það var fullt af fólki sem réði mig í lít­il hlut­verk og hægt og ró­lega náði ég ein­hvern veg­inn að byggja und­ir mig,“ seg­ir Ólaf­ur Darri og tel­ur upp nokkra af þeim aðilum sem í gegn­um tíðina hafa haft ein­hvers kon­ar áhrif á leik­ara­fer­il­inn og vel­gengni hans.

    „Þegar að ég fer svo að fá stóru tæki­fær­in mín þá er ég bara til­bú­inn. Alla vega til­bún­ari.“

    Hefði getað endað sem þjónn í LA

    Ólaf­ur Darri minn­ist fyrstu vinnu­ferðar sinn­ar í Los Ang­eles, þá kom­inn langt á fer­tugs­ald­ur og far­inn að sitja ör­lítið fast­ar í sjálf­um sér. Á þeim tíma­punkti seg­ist hann hafa fundið fyr­ir létti yfir því að hafa ekki öðlast jafn­stór tæki­færi fyrr á sviði leik­list­ar­inn­ar líkt og nú því senni­lega hafi hann ekki verið til­bú­inn í það fyrr.  

    „Ég hef aft­ur og aft­ur upp­lifað það. Ég man að ég fór á ein­hverja leik­sýn­ingu sem vin­ur minn var að leika í og eft­ir á var eld­ur í bak­g­arði og all­ir að drekka ódýr­an bjór og allt ótrú­lega skemmti­legt. En þá hugsaði ég: „Vá, hvað ég er glaður að ég hafi ekki komið hingað þegar ég var tví­tug­ur“,“ lýs­ir hann.

    „Ég væri enn þá bara sitj­andi í bak­g­arðinum. Því þarna voru all­ir að tala um að þeir væru leik­ar­ar en það var samt eng­inn að vinna við það. Ég hefði al­veg auðveld­lega geta endað þarna við eld­inn að vinna fyr­ir mér sem þjónn.“

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að sjá allt viðtalið við Ólaf Darra.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Vog

    Sign icon Það er alveg sama hversu viðkvæmur þú ert, nú er tíminn til að takast á við verkefni sem þú hefur lengi óttast. forgangsraðaðu því að gera eitthvað skemmtilegt.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Col­leen Hoo­ver
    3
    Lotta Lux­en­burg
    4
    Satu Rämö
    5
    Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
    Fleira áhugavert

    Stjörnuspá »

    Vog

    Sign icon Það er alveg sama hversu viðkvæmur þú ert, nú er tíminn til að takast á við verkefni sem þú hefur lengi óttast. forgangsraðaðu því að gera eitthvað skemmtilegt.
    síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
    1
    Torill Thorup
    2
    Col­leen Hoo­ver
    3
    Lotta Lux­en­burg
    4
    Satu Rämö
    5
    Guðrún Guðlaugs­dótt­ir