Íslendingar á TikTok láta ekki sitt eftir liggja og deila stöðugt skapandi, fyndnu og óvæntu efni. Hér eru nokkur af þeim myndböndum sem hafa slegið í gegn í vikunni.
Leik- og söngkonan Þórdís Björk Finnsdóttir deildi á TikTok að hún og kærastinn hennar, söngvarinn Júlí Heiðar Halldórsson, hefðu ætlað í fjölskylduferð til Taílands. Vegna slæmra veðurskilyrða urðu þau hins vegar veðurteppt. Þórdís tók atvikið með bjartsýni, en Júlí virtist ekki alveg eins hress. Vonandi kemst fjölskyldan þó brátt í draumafríið!
Egill Breki Scheving er þekktur fyrir skemmtileg TikTok-myndbönd og vakti mikla athygli nýlega með fyndnu og kaldhæðnislegu gríni um fólk sem enn notar gamla netfangið sitt frá unglingsárunum – þau sem oft hafa ekki elst sérstaklega vel. Margir í athugasemdunum tóku þátt í gríninu og deildu sínum gömlu netföngum, sem mörg hver voru sprenghlægileg!
Leikskólakennarinn Brynhildur Yrsa V. Guðmundsdóttir vakti kátínu á TikTok með fyndnu gríni þar sem hún spurði hvort ekki vantaði mars, apríl og maí til að taka þátt, þegar hún heyrði að Júlí og Ágúst væru að keppa í söngvakeppninni.
Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Ágúst Benteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, gerði upp árið fyrir fylgjendur sína á TikTok. Í myndbandinu rifjar hann upp viðburðaríkt ár 2024, sem var fullt af ævintýrum.
Sandra Karen Kristjánsdóttir vakti athygli á TikTok þegar hún breytti 10 ára gömlum kímónó í glæsilegan áramótabol með nál og tvinna.
Áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir deilir myndbandi af sér og Sunnevu Einarsdóttur þar sem þær taka þátt í vinælli TikTok-áskorun. Í myndbandinu sannar Sunneva styrk sinn með því að lyfta Ástrósu á axlir sínar.
Systkinin Aron Már Ólafsson leikari og Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjarna eru komin í skemmtilegt systkinastríð á TikTok. Birta hóf leikinn með því að deila gamalli mynd af Aroni frá fermingaraldri. Aron lét ekki sitt eftir liggja og svaraði með því að birta ýmsar myndir af Birtu frá hennar unglingsárum. Nú er spurning hvort Birta ætli að slá aftur til baka og taka leikinn á næsta stig!
Hér má sjá TikTok-myndbandið hennar Birtu, sem byrjaði stríðið