Vill að sjónvarpsstöðvar nýti peningana í annað

Jean Smart vann til Golden Globe-verðlauna á sunnudagskvöldið.
Jean Smart vann til Golden Globe-verðlauna á sunnudagskvöldið. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Jean Smart, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í þáttaröðinni Hacks á sunnudagskvöldið, vill aflýsa útsendingum frá komandi verðlaunahátíðum í Hollywood, meðal annars Grammy-verðlaunahátíðinni, Óskarnum og Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni, og nýta peningana, sem annars færu í útsendinguna, til að hjálpa þeim tugþúsundum fórnarlamba skógareldanna sem geisa nærri Los Angeles.

Smart deildi þessari hugmynd með fylgjendum sínum á Instagram á fimmtudag og fékk mjög jákvæð viðbrögð frá netverjum.

„Með fullri virðingu, en á meðan verðlaunahátíðavertíðin í Hollywood er í fullum gangi, vona ég innilega að eitthvað af sjónvarpsstöðvunum sem sýna frá komandi verðlaunahátíðum taki það til skoðunar að sýna ekki frá þeim í beinni útsendingu og nýta frekar peningana í að hjálpa fórnarlömbum skógareldanna og slökkviliðsmönnunum sem hafa barist við eldinn,” skrifaði Smart við færsluna sem nærri 30 þúsund manns hafa líkað.

Hátt í 10 þúsund bygg­ing­ar hafa brunnið í eld­un­um í kring­um næst­stærstu borg Banda­ríkj­anna og hafa yfir 180 þúsund manns þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

View this post on Instagram

A post shared by Jean Smart (@realjeansmart)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup