Lily Allen tekur geðheilsuna fram yfir hlaðvarpið

Sögusagnir eru á kreiki um að breska söngkonan og hlaðvarpsþáttastjórnandinn, …
Sögusagnir eru á kreiki um að breska söngkonan og hlaðvarpsþáttastjórnandinn, Lily Allen, sé á leið í meðferð. Skjáskot/Instagram

Breska söngkonan og hlaðvarpsþáttastjórnandinn, Lily Allen, hefur gefið það út að hún taki nokkurra vikna hlé frá hlaðvarpi sínu, Miss Me?, til að huga að andlegri heilsu sinni sem hún segir að sé í hálfgerðum spíral þessa dagana.

Í nýjasta þættinum segist hún vera að ganga í gegnum erfitt tímabil sem kemur í kjölfarið á skilnaði við eiginmann hennar, Stranger Things-stjörnuna, David Harbour.

„Ég virðist ekki hafa áhuga á neinu þessa dagana. Ég er alls ekki á góðum stað,“ segir hún í þættinum sem kom út í dag.

Hún lýsir vandamálunum eins og spíral sem hafi undið upp á sig síðustu misseri og farið algjörlega úr böndunum. Hún hafi t.a.m eitt skipti snúið heim eftir að hafa mætt í settið til að taka upp hlaðvarpsþáttinn og í annað skipti yfirgefið leiksýningu í hléi vegna vanlíðunar.

„Ég get ekki einbeitt mér að neinu nema að sársaukanum sem ég geng í gegnum.“ Þá tilkynnti hún hlustendum að þeir myndu ekkert heyra frá henni næstu vikurnar þar sem hún væri að fara í burtu um tíma, en hún er búsett í Bandaríkjunum um þessar mundir. 

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hún sé á leið í vímuefnameðferð en hún blæs á þær. Hins vegar segist hún „ekki mega“ nota símann sinn á þeim stað sem hún mun dvelja á.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup