Vill fá að heita Kanína

Kiddi hefur lengi borið viðurnefnið kanína.
Kiddi hefur lengi borið viðurnefnið kanína. mbl.is

„Þetta er búið að þvælast í hausnum á mér í tvö ár og nú ákvað ég loksins að kýla á það,“ segir Kristinn Sæmundsson, tónleikahaldari með meiru, sem hefur sótt um að fá að taka upp nafn sem hefur fylgt honum um áratugaskeið; Kanína.

Kiddi kanína rak um árabil plötubúðina Hljómalind og var afkastamikill í tónleikahaldi. Hann var einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Uxa árið 1995 og flutti inn þekktar hljómsveitir auk þess að vera umboðsmaður Sigur Rósar í upphafi ferils sveitarinnar.

Síðustu ár hefur Kiddi haldið sér að mestu til hlés. „Ég er í ákveðnu hreinsunarstarfi í mínu lífi. Ég verð sextugur eftir rúmlega ár en ég missti heilsuna fyrir tólf árum. Fyrir sjö árum komst ég í sveitina og gat eignast lítinn bústað. Nú hef ég ákveðið að gera eitthvað fyrir sjálfan mig og ætla að breyta þessum 40 fermetra bústað í 100 fermetra hús. Efnið í húsinu verður nánast 95% endurunnið og þetta verður gert úr draumum og ímyndunaraflinu. Samhliða þessu ákvað ég að fara í þessa nafnabreytingu,“ segir Kiddi.

Kanína ekki á mannanafnaskrá

Hann segir að sér hafi ekki fundist nafnið Kristinn Kanína Sæmundsson hljóma rétt. Þegar Lilja vinkona hans hafi stungið upp á að hann kenndi sig við móður sína hafi allt smollið saman. Kiddi sótti því um til Þjóðskrár að fá að heita Kristinn Kanína Sigríðarson.

Sú stofnun vildi ekki samþykkja breytinguna og bar því við að nafnið Kanína væri ekki á mannanafnaskrá og kæmi ekki fyrir í manntölum frá 1703. Því var nafninu skotið til úrskurðar mannanafnanefndar sem mun væntanlega kveða upp sinn stóradóm síðar í mánuðinum.

Kiddi er ánægður með að hafa ákveðið að feta þessa braut og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. „Þetta er gott dæmi um að það er aldrei of seint að taka sjálfan sig í fangið, að „feisa“ ruslið undir mottunni og henda því út.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup