Barnasprengja innan slökkviliðs vekur athygli

Slökkviliðið í Chandler í Arizona.
Slökkviliðið í Chandler í Arizona. Skjáskot/Instagram

Ljósmynd af liðsmönnum slökkviliðs í borginni Chandler í Arizona hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni Instagram síðustu daga, en á myndinni má sjá stóran hluta hópsins með nýjustu fjölskyldumeðlimi sína í fanginu.

Það fjölgaði í fjölskyldum 18 liðsmanna slökkviliðsins í Chandler á síðasta ári með komu þrettán stúlkna og sex drengja í heiminn.

Í tilefni barnasprengjunnar var efnt til myndatöku, en fjórtán slökkviliðsmenn stilltu sér upp ásamt börnum sínum.

Ekki leið á löngu þar til myndirnar gripu athygli bandaríska morgunþáttarins Good Morning America og annarra þarlendra miðla, enda ekki á hverjum degi sem svona gerist. 

„Frá því að slökkva elda yfir í að skipta á bleyjum! 18 liðsmenn slökkviliðsins eignuðust börn á síðasta ári,“ stendur við færsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir