Ben Affleck deilir tilfinningaþrunginni stund með dóttur sinni

Gróðureldarnir sem geisa í Los Angeles í Kaliforníu eru þeir …
Gróðureldarnir sem geisa í Los Angeles í Kaliforníu eru þeir mestu í sögu borgarinnar. Amy Sussman/Getty Images/AFP

Leikarinn og leikstjórinn, Ben Affleck, varði dágóðri stund í faðmlögum við dóttur sína á tilfinningaþrungnu augnabliki eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt í Los Angeles vegna Palisades-eldsins.

Affleck, sem á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Garner, var myndaður fyrir utan heimili sitt á laugardaginn þegar eldarnir geisuðu í borginni. Eign Afflecks er metin á tuttugu milljónir bandaríkjadala. 

Hér sést Ben Affleck í faðmlögum við elstu dóttur sína …
Hér sést Ben Affleck í faðmlögum við elstu dóttur sína Violet sem er nemandi við Yale-háskólann. Skjáskot/Youtube

Dóttir hans var með grímu á andlitinu til að verja öndunarfærin gegn ösku og reyk. Samkvæmt Page Six sneri Affleck aftur til heimilis síns eftir rýminguna til að vitja eignarinnar þrátt fyrir að rýmingarskylda væri enn í gildi. Þá er hann einnig sagður hafa verið í reglulegu sambandi við Jennifer Lopez, á meðan váin steðjar að, en skilnaður þeirra gekk í gegn aðeins degi fyrir rýmingu.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir