Föðmuðu fórnarlömbin og fresta þáttunum

Meghan og Harry búa sjálf í Kaliforníu og heimsóttu Pasadena-svæðið …
Meghan og Harry búa sjálf í Kaliforníu og heimsóttu Pasadena-svæðið á föstudag. Samsett mynd/AFP/Skjáskot

Frumsýningu nýrra Netflix-þátta Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, hefur verið frestað að hennar beiðni vegna gróðureldanna í Kaliforníu.

Þættina átti að frumsýna á miðvikudaginn, þann 15. janúar, en verða nú fyrst sýndir í mars, en gróðureldar hafa herjað á Suður-Kaliforníu undanfarna viku og hafa minnst 24 látið lífið í eldunum.

Samkvæmt BBC sást til þeirra hjóna heimsækja Pasadena-svæðið á föstudag þar sem þau ræddu við og föðmuðu íbúa sem höfðu misst heimili sín.

Fædd og uppalin í Kaliforníu

Í tilkynningu Netflix um frestunina segir að streymisveitan styðji beiðni Meghan um að fresta frumsýningunni heilshugar enda séu þættirnir óður til fegurðar Suður-Kaliforníu.

Þáttaröðin heitir With Love, Meghan eða Með ástarkveðju, Meghan og eru lífstílsþættir þar sem hertogaynjan mun sýna listir sínar í eldhúsinu, blómaskreytingum, býflugnaræktun og öðru slíku auk þess sem hún mun eiga í opinskáum samtölum við góða gesti.

Meghan er sjálf fædd og uppalin í Kaliforníu og er búsett þar í bænum Montecito ásamt eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, og tveimur börnum þeirra.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav