Katrín prinsessa á batavegi

Katrín prinsessa er á batavegi.
Katrín prinsessa er á batavegi. AFP/Chris Jackson

Katrín prins­essa af Wales er nú á bata­vegi og ein­beit­ir sér að því að ná fullri heilsu. Prins­ess­an greind­ist með krabba­mein á síðasta ári og hef­ur verið í meðferð við því síðan. 

Í til­kynn­ingu á sam­fé­lags­miðlum grein­ir hún frá þess­um gleðitíðind­um. 

Katrín heim­sótti Royal Mars­den-sjúkra­húsið í dag til að þakka þeim fyr­ir síðasta árið. Hún er nú orðin vernd­ari sjúkra­húss­ins. 

„Það er mér mik­ill létt­ir að vera á bata­vegi og ég ein­beiti mér að því að ná heilsu aft­ur á ný. All­ir sem hafa greinst með krabba­mein vita að það er erfitt að aðlag­ast nýj­um veru­leika. Ég hins veg­ar horfi bjart­sýn og full til­hlökk­un­ar til framtíðar,“ skrif­ar prins­ess­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það er svalt að vera heitur og öllum að óvörum tekst þér að vera hvort tveggja á sama tíma. Þú upplifir takmarkaðan samstarfsvilja í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það er svalt að vera heitur og öllum að óvörum tekst þér að vera hvort tveggja á sama tíma. Þú upplifir takmarkaðan samstarfsvilja í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf