Katrín sýndi þakklæti í verki

Katrín sýndist hraust og glöð.
Katrín sýndist hraust og glöð. Ljósmynd/AFP

Katrín prins­essa af Wales kom sjúk­ling­um á krabba­meins­deild Royal Mars­den-sjúkra­húss­ins í Lund­ún­um held­ur bet­ur á óvart þegar hún kíkti í heim­sókn þangað fyrr í dag.

Prins­ess­an, sem sjálf gekkst und­ir krabba­meinsmeðferð á sjúkra­hús­inu á síðasta ári, vildi sýna svo­lítið þakk­læti í verki með þess­um hætti og sett­ist niður með starfs­fólki og sjúk­ling­um og ræddi við og hlýddi á sög­ur fólks­ins.

Katrín fór í aðgerð á kviðar­holi í janú­ar í fyrra en þá var ekki ljóst að prins­ess­an væri með krabba­mein.

„Eft­ir aðgerðina kom þó í ljós að krabba­mein hafði verið til staðar,“ sagði Katrín þegar hún greindi frá krabba­mein­inu. Þá hafi henni verið ráðlagt að hefja strax meðferð.

Katrín lauk lyfjameðferð í sept­em­ber síðastliðnum og er sögð á góðum bata­vegi.

Katrín settist niður með starfsfólki og sjúklingum.
Katrín sett­ist niður með starfs­fólki og sjúk­ling­um. Ljós­mynd/​AFP
Katrín gaf sér góðan tíma til að ræða við sjúklinga …
Katrín gaf sér góðan tíma til að ræða við sjúk­linga og aðstand­end­ur. Ljós­mynd/​AFP
Heimsókn prinsessunnar vakti mikla lukku.
Heim­sókn prins­ess­unn­ar vakti mikla lukku. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það skilar engu að gára bara yfirborðið. Hvar sem þú ert færðu og skilur skilaboðin, bæði þau augljósu og þau duldu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það skilar engu að gára bara yfirborðið. Hvar sem þú ert færðu og skilur skilaboðin, bæði þau augljósu og þau duldu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf