Katrín sýndi þakklæti í verki

Katrín sýndist hraust og glöð.
Katrín sýndist hraust og glöð. Ljósmynd/AFP

Katrín prinsessa af Wales kom sjúklingum á krabbameinsdeild Royal Marsden-sjúkrahússins í Lundúnum heldur betur á óvart þegar hún kíkti í heimsókn þangað fyrr í dag.

Prinsessan, sem sjálf gekkst undir krabbameinsmeðferð á sjúkrahúsinu á síðasta ári, vildi sýna svolítið þakklæti í verki með þessum hætti og settist niður með starfsfólki og sjúklingum og ræddi við og hlýddi á sögur fólksins.

Katrín fór í aðgerð á kviðarholi í janúar í fyrra en þá var ekki ljóst að prinsessan væri með krabbamein.

„Eftir aðgerðina kom þó í ljós að krabbamein hafði verið til staðar,“ sagði Katrín þegar hún greindi frá krabbameininu. Þá hafi henni verið ráðlagt að hefja strax meðferð.

Katrín lauk lyfjameðferð í september síðastliðnum og er sögð á góðum batavegi.

Katrín settist niður með starfsfólki og sjúklingum.
Katrín settist niður með starfsfólki og sjúklingum. Ljósmynd/AFP
Katrín gaf sér góðan tíma til að ræða við sjúklinga …
Katrín gaf sér góðan tíma til að ræða við sjúklinga og aðstandendur. Ljósmynd/AFP
Heimsókn prinsessunnar vakti mikla lukku.
Heimsókn prinsessunnar vakti mikla lukku. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að bregðast við óvæntum fréttum með stillingu og hugsa þitt mál vandlega áður en þú afræður til hvaða aðgerða þú grípur. Mundu að oft felst fegurðin í smáatriðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Sofie Sarenbrant
5
Anna Sundbeck Klav
Loka