Segist eiga erfitt með að ná endum saman

Djimon Hounsou.
Djimon Hounsou. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Djimon Hounsou, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Blood Diamond, Amistad, A Quiet Place-þríleikinn og Gladiator, viðurkennir í nýju viðtali að hann eigi erfitt með að ná endum saman þrátt fyrir áratuga langan feril í Hollywood.

Hounsou, sem er 60 ára, settist niður og ræddi við Larry Madowo, umsjónarmann CNN-þáttarins African Voices Changemakers, og sagði að leikaralífið væri enginn dans á rósum.

„Ég hef verið í þessum iðnaði í ríflega tvo áratugi, hef hlotið tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna og leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri, en samt á ég í fjárhagsvandræðum. Ég fæ ekki greidd sanngjörn laun,” sagði leikarinn meðal annars.

Rasismi lifir í Hollywood

Hounsou segir ástæðuna vera vegna kerfisbundins rasisma í Hollywood.

„Þetta sýnir okkur bara að kynþáttamisrétti er að finna á öllum sviðum. Ræturnar liggja djúpt, það er erfitt að sigrast á þessu. En þú verður bara að takast á við þetta og reyna að lifa af,” sagði leikarinn.

Hounsou er ekki eini leikarinn sem hefur tjáð sig um launamun hvítra manna og hörundsdökkra í Hollywood.

Leikkonurnar Viola Davis, Taraji P. Henson og Angela Bassett eru á meðal þeirra sem hafa opnað á umræðuna síðustu ár.

View this post on Instagram

A post shared by CNN Africa (@cnnafrica)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir