Aðdáendur Madonnu halda ekki vatni yfir sjóðheitum myndum

Söngkonan Madonna, sem komin er vel á sjötugsaldurinn, tryllir aðdáendur …
Söngkonan Madonna, sem komin er vel á sjötugsaldurinn, tryllir aðdáendur sína á Instagram með sjóðheitum myndum. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur söngkonunnar Madonnu halda ekki vatni yfir tímalausu útliti hennar á nýjum, sjóðheitum myndum á Instagram. Á myndunum situr Madonna fyrir í svefnherberginu og klæðist stuttum, svörtum kjól og uppháum, svörtum lakkstígvélum, sem vöktu ekki síður áhuga aðdáenda söngkonunnar.

„Svo gott að koma heim aftur...“ segir hún í færslunni án þess að tíunda það frekar.

Athugasemdir við færsluna ýta undir aðdáun fólks á söngkonunni og eru flestir orðlausir yfir hve söngkonan líti vel út, 66 ára.

Fréttir bárust af því í desember að söngkonan væri komin með yngri kærasta, Akeem Morris, sem er fyrrum leikmaður bandaríska knattspyrnuliðsins Oyster Bay United. Morris er 28 ára gamall og því 38 ára aldursmunur á turtildúfunum. 

Nokkuð ljóst er að Madonna er í fantaformi þessa dagana, líkt og alltaf.

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er illa við breytingar einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Allt verður auðveldara héðan í frá ef þú reynir að ná tökum á þessari breytingafælni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
4
Anna Sundbeck Klav
5
Sofie Sarenbrant