Aðdáendur Madonnu halda ekki vatni yfir sjóðheitum myndum

Söngkonan Madonna, sem komin er vel á sjötugsaldurinn, tryllir aðdáendur …
Söngkonan Madonna, sem komin er vel á sjötugsaldurinn, tryllir aðdáendur sína á Instagram með sjóðheitum myndum. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur söngkonunnar Madonnu halda ekki vatni yfir tímalausu útliti hennar á nýjum, sjóðheitum myndum á Instagram. Á myndunum situr Madonna fyrir í svefnherberginu og klæðist stuttum, svörtum kjól og uppháum, svörtum lakkstígvélum, sem vöktu ekki síður áhuga aðdáenda söngkonunnar.

„Svo gott að koma heim aftur...“ segir hún í færslunni án þess að tíunda það frekar.

Athugasemdir við færsluna ýta undir aðdáun fólks á söngkonunni og eru flestir orðlausir yfir hve söngkonan líti vel út, 66 ára.

Fréttir bárust af því í desember að söngkonan væri komin með yngri kærasta, Akeem Morris, sem er fyrrum leikmaður bandaríska knattspyrnuliðsins Oyster Bay United. Morris er 28 ára gamall og því 38 ára aldursmunur á turtildúfunum. 

Nokkuð ljóst er að Madonna er í fantaformi þessa dagana, líkt og alltaf.

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir