Fíknivandi Fury leiddi til sambandsslita

Love Island- stjörnuparið Tommy Fury og Molly-Mae
Love Island- stjörnuparið Tommy Fury og Molly-Mae Skjáskot/Instagram

Tommy Fury, hne­fa­leikakappi og Love Is­land-stjarna, seg­ir að sam­bandi þeirra Molly-Mae Hague hafi lokið vegna fíkni­vanda hans en ekki vegna fram­hjá­halds. 

„Við hætt­um sam­an af því ég átti í vand­ræðum með áfengi og ég gat ekki verið sá maki sem ég vildi leng­ur. Það drep­ur mig að segja það en ég gat það ekki,“ sagði Fury í viðtali við Men's Health UK.

Parið sleit sam­band­inu sínu í ág­úst í fyrra eft­ir að hafa verið sam­an í fimm ár. Fljót­lega eft­ir að til­kynnt var um sam­bands­slit­in fór sá orðróm­ur á kreik að Fury hefði haldið fram hjá Hague en Fury hef­ur alltaf neitað slík­um orðrómi. 

Á betri stað í dag

Í viðtal­inu út­skýr­ir Fury að fíkni­vandi hans hafi byrjað þegar hann gat ekki mætt á hne­fa­leikaæf­ing­ar vegna meiðsla. Seg­ist hann hafa byrjað að leita í áfengi til að finna fyr­ir tíma­bund­inni ham­ingju. 

„Yfir dag­inn myndi ég fá mér Guinn­ess hægri-vinstri. Seinna um kvöldið myndi ég svo byrja að taka skot og flest kvöld sofnaði ég ölv­un­ar­svefni,“ seg­ir Fury. 

Hann kveðst hafa leitað sér hjálp­ar og að hann sé á tals­vert betri stað í dag. 

Parið kynnt­ist í raun­veru­leikaþátt­un­um Love Is­land. Fury bað Hague á síðasta ári en sam­an eiga þau tveggja ára dótt­ur sem heit­ir Bambi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ef Gott boð berst er réttara að þiggja því að dónalegt væri að hafna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Vi­veca Sten
4
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. Ef Gott boð berst er réttara að þiggja því að dónalegt væri að hafna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Vi­veca Sten
4
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
5
In­ger Wolf