„Sagði þér að hætta að ... leika við mig.“ Þetta skrifaði rapparinn Cardi B á samfélagsmiðlinum X Spaces í gær. „Já, þú og mamma þín rænduð mig kalda, þurrkuðu mér um nefið,“ og talar Cardi B þar til fyrrum eiginmanns síns, rapparans Offset, og móður hans, Latabiu Woodward.
Hin 32 ára Cardi B gaf hins vegar ekki frekari upplýsingar um meint rán í gær.
Ekki nóg með að saka Offset um stuld heldur býsnaðist hún yfir að Offset hefði ekki keypt jólagjafir handa börnunum þeirra þremur.
„Þú hringdir í dóttur þína í fyrsta skipti á þessu ári, í gær. Nýfætt barn þitt,“ fullyrti Cardi B sem virðist ekki par sátt með framkomu Offsets í garð barnanna. Saman eiga þau dótturina Kulture, sem er sex ára, soninn Wave, þriggja ára, og nýfædda dóttur, fjögurra mánaða.
„Þú elskar börnin þín svo mikið en keyptir ekki handa þeim jólagjafir, en þú fórst til New York til að kaupa gjafir fyrir hin börnin þín.“
Þetta er ekki fyrsta skipti sem Cardi B hreytir einhverju í Offset opinberlega en í desember sagði hún honum að skrifa undir skilnaðarpappírana strax og lét niðrandi orð falla í hans garð.