Fólk og „sjálfvirkni“ geta lifað í sátt og samlyndi

„Vélmenni eru ekki hér til að taka störfin okkar, þau …
„Vélmenni eru ekki hér til að taka störfin okkar, þau eru hér til að gera störf okkar þýðingarmeiri og gjörbylta okkar eigin vinnubrögðum,“ segir Elad Inbar, forstjóri RobotLAB. Samsett mynd/Instagram

Elad In­b­ar, for­stjóri Ro­botLAB og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Our Ro­botics Fut­ure, seg­ir fólk og sjálf­virkni vel geta lifað sam­an and­stætt al­geng­um áhyggj­um yfir að vél­menni muni á ein­hverj­um tíma­punkti taka yfir ýmis störf. Nóg sé plássið fyr­ir alla, sér­stak­lega í þjón­ustu­geir­an­um þar sem er vax­andi eft­ir­spurn eft­ir starfs­fólki en vönt­un á fólki sem vill vinna störf­in, líkt og seg­ir í til­kynn­ingu frá út­gef­anda bók­ar­inn­ar.

Í Our Ro­botics Fut­ure kem­ur In­b­ar inn á leiðbein­ing­ar um framtíð sjálf­virkni og gef­ur dæmi um ár­ang­urs­ríka samþætt­ingu sjálf­virkni í mörg­um at­vinnu­grein­um. 

Líkt og hann seg­ir í bók­inni: „Vél­menni eru ekki hér til að taka störf­in okk­ar, þau eru hér til að gera störf okk­ar þýðing­ar­meiri, gjör­bylta okk­ar eig­in vinnu­brögðum og hjálpa eig­end­um fyr­ir­tækja að gera starf­sem­ina arðbær­ari.“

Ro­botLAB hef­ur verið leiðandi í vél­mennaiðnaðinum síðan 2007 og til­eink­ar starf­sem­ina því að gera vél­menni snjall­ari og gagn­legri fyr­ir hinar ýmsu at­vinnu­grein­ar, þ.á.m veit­ingastaði, hót­el, hjúkr­un­ar­heim­ili, fyr­ir­tæki í fram­leiðslu, skóla, heilsu­gæslu o.fl. Í bók sinni bend­ir In­b­ar á leiðir til að nýta vél­menni til að auka skil­virkni í rekstri, bregðast við skorti á vinnu­afli eða vera leiðandi keppi­naut­ur.

Ný­verið var In­b­ar sjálf­ur í viðtali við sjón­varps­stöðina Foxbus­iness þar sem hann m.a. lagði áherslu á vax­andi vin­sæld­ir vél­menna og hvernig þau koma sem stuðning­ur inn í starf­semi án þess að taka yfir störf fólks.

Þess má geta að hvorki gervi­greind né vél­menni skrifaði þessa frétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir