Fólk og „sjálfvirkni“ geta lifað í sátt og samlyndi

„Vélmenni eru ekki hér til að taka störfin okkar, þau …
„Vélmenni eru ekki hér til að taka störfin okkar, þau eru hér til að gera störf okkar þýðingarmeiri og gjörbylta okkar eigin vinnubrögðum,“ segir Elad Inbar, forstjóri RobotLAB. Samsett mynd/Instagram

Elad Inbar, forstjóri RobotLAB og höfundur bókarinnar Our Robotics Future, segir fólk og sjálfvirkni vel geta lifað saman andstætt algengum áhyggjum yfir að vélmenni muni á einhverjum tímapunkti taka yfir ýmis störf. Nóg sé plássið fyrir alla, sérstaklega í þjónustugeiranum þar sem er vaxandi eftirspurn eftir starfsfólki en vöntun á fólki sem vill vinna störfin, líkt og segir í tilkynningu frá útgefanda bókarinnar.

Í Our Robotics Future kemur Inbar inn á leiðbeiningar um framtíð sjálfvirkni og gefur dæmi um árangursríka samþættingu sjálfvirkni í mörgum atvinnugreinum. 

Líkt og hann segir í bókinni: „Vélmenni eru ekki hér til að taka störfin okkar, þau eru hér til að gera störf okkar þýðingarmeiri, gjörbylta okkar eigin vinnubrögðum og hjálpa eigendum fyrirtækja að gera starfsemina arðbærari.“

RobotLAB hefur verið leiðandi í vélmennaiðnaðinum síðan 2007 og tileinkar starfsemina því að gera vélmenni snjallari og gagnlegri fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar, þ.á.m veitingastaði, hótel, hjúkrunarheimili, fyrirtæki í framleiðslu, skóla, heilsugæslu o.fl. Í bók sinni bendir Inbar á leiðir til að nýta vélmenni til að auka skilvirkni í rekstri, bregðast við skorti á vinnuafli eða vera leiðandi keppinautur.

Nýverið var Inbar sjálfur í viðtali við sjónvarpsstöðina Foxbusiness þar sem hann m.a. lagði áherslu á vaxandi vinsældir vélmenna og hvernig þau koma sem stuðningur inn í starfsemi án þess að taka yfir störf fólks.

Þess má geta að hvorki gervigreind né vélmenni skrifaði þessa frétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir