Meistarar í að gaslýsa eigið ágæti

„Við erum með fjórar lykilpersónur sem leiða vagninn og þar …
„Við erum með fjórar lykilpersónur sem leiða vagninn og þar ber hin magnaða Íris Tanja, sem leikur Heklu, mest á herðum sér,“ segir leikstjórinn Gréta Kristín Ómarsdóttir. Ljósmynd/ Íris Dögg Einarsdóttir

„Að gera leik­sýn­ingu upp úr skáld­sögu er dá­lítið eins og þýðing­ar­vinna því maður er að þýða úr einu tungu­máli yfir á annað. Nú er komið meira en ár síðan við Bjarni Jóns­son hóf­umst handa við leik­gerðina og það var áskor­un að finna leið til þess að þýða slag­kraft­inn í bók­inni henn­ar Auðar og undiröld­una sem er kraum­andi í skáld­sög­unni henn­ar,“ seg­ir leik­stjór­inn Gréta Krist­ín Ómars­dótt­ir innt eft­ir nálg­un sinni á verkið Ung­frú Ísland, sem bygg­ist á sam­nefndri bók Auðar Övu Ólafs­dótt­ur og verður frum­sýnt annað kvöld, föstu­dag­inn 17. janú­ar, á Stóra sviði Borg­ar­leik­húss­ins.

Verkið ger­ist um miðbik síðustu ald­ar og hverf­ist að miklu leyti um vin­kon­urn­ar Heklu og Íseyju. Hekla þráir að skrifa og gefa verk sín út en það reyn­ist fjar­læg­ur draum­ur fyr­ir unga konu á Íslandi á þess­um tíma. Draum­ur­inn virðist þó enn fjar­læg­ari fyr­ir Íseyju, sem er gift og kom­in með barn, því henni virðast sjálf­krafa all­ar bjarg­ir bannaðar.

Með burðar­hlut­verk fara þau Íris Tanja Flygenring, Birna Pét­urs­dótt­ir, Hjört­ur Jó­hann Jóns­son og Fann­ar Arn­ars­son.

Verkið byggist á samnefndri bók Auðar Övu Ólafsdóttur.
Verkið bygg­ist á sam­nefndri bók Auðar Övu Ólafs­dótt­ur. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

Trú verki Auðar Övu

„Aðal­per­són­ur sög­unn­ar eru ungt alþýðu­fólk sem berst, hvert á sinn hátt, við það að finna pláss fyr­ir list­ina og feg­urðina í hvers­dags­leika og aðstæðum sem bjóða ekki upp á það. Eitt af því fyrsta sem ég gerði var að þýða þessa bar­áttu yfir á sviðstungu­mál. Mig langaði ekki að detta í ein­hverja klisju eða mel­ódrama um þetta þekkta minni held­ur vildi ég finna leið til að raun­gera eða lík­amna sköp­un­ina sjálfa og gera hana leik­bæra, það er þessa gjörð að skrifa, skapa og búa til nýj­an heim. Það hef­ur verið sá lyk­ill sem við hóp­ur­inn höf­um notað í nálg­un­inni,“ út­skýr­ir hún.

„Við vild­um sýna sköp­un Heklu, sem er að berj­ast fyr­ir því að skrifa og koma verk­um sín­um út, á sviðinu. Hún er því í beinu sam­bandi við áhorf­end­ur og er í raun að skrifa bók­ina sína fyr­ir þeirra aug­um.“

Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri.
Gréta Krist­ín Ómars­dótt­ir leik­stjóri. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

Þá seg­ir Gréta Krist­ín all­an text­ann vera beint upp úr bók­inni nema í ör­fá­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

„Við höf­um verið mjög trú verki Auðar, en skáld­sag­an er rík af húm­or og sterk­um mynd­um sem við kapp­kost­um við að glæða lífi. Períódan og tíðarandi sög­unn­ar verður ljós­lif­andi í vinnu stórlista­manns­ins Fil­ipp­íu I. Elís­dótt­ur, sem hann­ar bún­inga, og leik­mynd Krist­ins Arn­ars og Brynju Björns er hönnuð og út­færð til þess að túlka bæj­ar­mynd Reykja­vík­ur, sem er í upp­bygg­ingu á þess­um tíma, og sömu­leiðis skilja eft­ir pláss fyr­ir ímynd­un­ar­afl áhorf­enda.“

Áhuga­vert val á ytri tíma

Þá ger­ist verkið eins og fyrr seg­ir um miðbik síðustu ald­ar, nán­ar til­tekið árið 1963, og tel­ur Gréta Krist­ín það hafa verið snilld­ar­lega klókt hjá Auði Övu að velja þenn­an ytri tíma í sög­unni.

„Þetta var mjög viðburðaríkt ár í mann­kyns­sög­unni og það verður svo­lítið tákn­mynd fyr­ir kraft­inn sem kraum­ar und­ir öll­um text­an­um í bók­inni hjá Auði. Þetta er saga sem ger­ist á barmi bylt­ing­ar rétt áður en alls kon­ar bar­átta fyr­ir mann­rétt­ind­um og breyt­ing­ar fara af stað, til að mynda kven­rétt­inda­bar­átt­an og stærri bar­átta jaðar­hópa og kúgaðra úti í heimi, eins og mann­rétt­inda­bar­átta svartra í Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir hún til út­skýr­ing­ar.

„Einnig er kalda stríðið í al­gleym­ingi á þess­um tíma og mik­il aust­ur/​vest­ur-spenna. Þannig að þetta er mjög áhuga­vert val hjá Auði, svona rétt áður en alls kon­ar ger­ist sem við áhorf­end­ur og les­end­ur vit­um en per­són­urn­ar í sög­unni vita ekki.“

Ungfrú Ísland verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld.
Ung­frú Ísland verður frum­sýnd á Stóra sviði Borg­ar­leik­húss­ins annað kvöld. Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

Fortíðin ákveðin gjöf

Spurð út í það að hvaða leyti verkið tali við sam­tím­ann seg­ir Gréta Krist­ín margt koma upp í hug­ann.

„Það hef­ur kannski ým­is­legt breyst að lög­un og formi síðan 1963 en ég held að ráðandi hug­mynda­fræði sé enn innra með okk­ur og enn alltumlykj­andi hvað varðar hefðbund­in kyn­hlut­verk og til hvers er ætl­ast af kon­um og körl­um,“ seg­ir hún og bæt­ir við að það sé þó ákveðin gjöf að horfa aft­ur til fortíðar og líta í bak­sýn­is­speg­il­inn.

„Líta til gam­als tíma og sjá heim sem er ör­lítið rúðustrikaðri og regl­urn­ar aðeins skarp­ari og meira uppi á yf­ir­borðinu en í dag þar sem þess­ar sömu regl­ur hafa færst und­ir yf­ir­borðið. Mér finnst við Íslend­ing­ar meist­ar­ar í að gas­lýsa okk­ur sjálf og segja að við séum fremst í röðinni hvað varðar mann­rétt­indi, kven­rétt­indi og annað slíkt. En svo vita all­ar kon­ur og allt hinseg­in fólk og aðrir sem búa við jaðar­setn­ingu að þetta er ekki al­veg svona.

Nú erum við að horfa á end­ur­tekna rútínu fara af stað; fasismi er að ryðja sér aft­ur til rúms og po­púl­ism­inn er aft­ur að ná tang­ar­haldi á okk­ur þannig að þessi rétt­indi sem við höf­um bar­ist fyr­ir að fá eru alls ekki sjálf­gef­in og það þarf að viðhalda þeim. Ég held að gjöf­in sem við fáum með því að horfa til baka sé sú að þá get­um við séð og skoðað dag­inn í dag í háskerpu.

Þurfa kon­ur enn að velja á milli þess að stofna til fjöl­skyldu eða eiga far­sæl­an fer­il? Get­ur fólk verið fleira en eitt­hvað eitt? Má eiga sér ólík­ar hliðar og lang­an­ir? Fá kven­kyns lista­menn líka fram­gang sem „snill­ing­ar“ eða er það hlut­skipti aðeins ætlað karl­mönn­um? Sú spurn­ing sem við vilj­um varpa fram með þess­ari sýn­ingu er hversu langt við erum raun­veru­lega kom­in frá veru­leika árs­ins 1963.”

„Þurfa konur enn að velja á milli þess að stofna …
„Þurfa kon­ur enn að velja á milli þess að stofna til fjöl­skyldu eða eiga far­sæl­an fer­il?“ Ljós­mynd/Í​ris Dögg Ein­ars­dótt­ir

Viðtalið í heild sinni má lesa á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag, fimmtu­dag­inn 16. janú­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sum reynsla er mjög dýrkeypt og vafasamt hvort það er þess virði að sækjast eftir henni. Nýttu þér vitneskju annarra til ákvarðanatöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Sum reynsla er mjög dýrkeypt og vafasamt hvort það er þess virði að sækjast eftir henni. Nýttu þér vitneskju annarra til ákvarðanatöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf